Enslaved
Enslaved er norsk framsækin svartmálmsþungarokksveit sem stofnuð var í Haugesund árið 1991. Stofnmeðlimir eru Ivar Bjørnson and Grutle Kjellson. Aðrir meðlimir hafa tekið breytingum í áranna rás. Tónlistin hefur einnig breyst yfir því að vera hrár svartmálmur yfir í framúrstefnulegri, melódískari átt þó svartmálmurinn blandist með því.
Þema á plötum þeirra hafa meðal annars verið víkingar og norræn goðafræði. Árið 2014 voru Ivar Bjørnson og félagi hans Einar Selvik (í Wardruna) fengnir til að semja tónverk í tilefni 200 ára afmælis norsku stjórnarskrárinnar.
Enslaved tók upp myndbandið við Jettegrytta af plötunni Utgard á Íslandi. Árið 2015 spilaði sveitin á Eistnaflugi.
Hljómsveitin vinnur frá Bergen í dag.
Meðlimir
breyta- Grutle Kjellson – bassi, aðalsöngur (1991–)
- Ivar Bjørnson – gítar, hljóðgervill, bakraddir (1991–)
- Arve "Ice Dale" Isdal – gítar, bakraddir (2002–)
- Håkon Vinje – hljómborð, hreinar raddir (2017–)
- Iver Sandøy – trommur, hreinar raddir (2018–)
Fyrrum meðlimir
breyta- Trym Torson – trommur (1991–1995)
- Harald Helgeson – trommur (1995–1997)
- Per "Dirge Rep" Husebø – trommur (1997–2003)
- Richard "Roy" Kronheim – gítar (1997–2002)
- Herbrand Larsen – hljómborð, hreinar raddir, gítar á tónleikum (2004–2016)
- Cato Bekkevold – trommur (2003–2018)
Breiðskífur
breyta- Vikingligr Veldi (1994)
- Frost (1994)
- Eld (1997)
- Blodhemn (1998)
- Mardraum – Beyond the Within (2000)
- Monumension (2001)
- Below the Lights (2003)
- Isa (2004)
- Ruun (2006)
- Vertebrae (2008)
- Axioma Ethica Odini (2010)
- RIITIIR (2012)
- In Times (2015)
- E (2017)
- Utgard (2020)
- Heimdal (2023)
Stuttskífur
breyta- Hordanes Land (1993)
- The Sleeping Gods (2011)
- Thorn (2011)
- Caravans to the Outer Worlds (2021)