Dalalíf
Dalalíf er Íslensk gamanmynd sem að var frumsýnd 30. september 1984 og önnur myndin í þríleik Þráins Bertelssonar um Þór og Danna, á eftir Nýju lífi frá 1983 og fyrir Löggulífi frá 1985. Í þessari mynd fara þeir í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með aðalhlutverkin.
Dalalíf | |
---|---|
Leikstjóri | Þráinn Bertelsson |
Handritshöfundur | Þráinn Bertelsson Ari Kristinsson |
Framleiðandi | Jón Hermannsson Nýtt líf sf |
Leikarar | Eggert Þorleifsson Karl Ágúst Úlfsson Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Sigurður Sigurjónsson |
Frumsýning | 1984 |
Lengd | 83 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | L |
Undanfari | Nýtt líf |
Framhald | Löggulíf |
Kvikmyndin var búin til til þess að fá fjármagn fyrir kvikmyndina Skammdegi sem að Þráinn leikstýrði árið 1985, en það vantaði fjármagn fyrir myndina og datt honum þá í hug að gefa út gamanmynd. Kvikmyndin var skrifuð af Þránni og Ara Kristinnssyni og tók það að skrifa myndina rúmlega þrjá daga. Tökur hófust í maí 1984[1] og fóru þær fram í Neðra-hálsi í Kjós.[2]
Kvikmyndin er í miklu uppáhaldi hjá mörgum íslendingum og á dyggan aðdáendahóp.[3]
Söguþráður
breytaÞór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum, slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir því að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaferð til Noregs. Þeir félagar þreytast þó fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur" fyrir borgarbúa - og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd.
Veggspjöld og hulstur
breytaSama hönnun var notuð á DVD hulstrinu og upprunalega veggspjaldi. Þráinn Bertelsson var ekki nógu sáttur með það, og fór með það í blöðin að hann ætti höfundarrétt á veggspjaldinu og að Sena hafi notað það án hans leyfis.
Heimildir
breyta- ↑ „Líf og fjör í Dölunum - Helgarpósturinn“. timarit.is. 31.5.1984. Sótt 20. júní 2024.
- ↑ „Dalalíf - Ný kvikmynd eftir Þráin Bertelsson - Helgarpósturinn“. timarit.is. 13.9.1984. Sótt 20. júní 2024.
- ↑ „Sígildar íslenskar á DVD - Fréttablaðið“. timarit.is. 22.7.2005. Sótt 22. júní 2024.