Krókus

(Endurbeint frá Crocus)

Krókus, einnig nefnd dverglilja, saffran eða snæblóm, er ættkvísl blóma af sverðliljuætt. Nafn ættkvíslarinnar er dregið af gríska κρόκος (krokos).[1] Það er aftur á móti líklega tökuorð úr semísku máli, skyldu hebresku (כרכום) karkōm, arameísku (ܟܟܘܪܟܟܡܡܐ) kurkama, og arabísku (كركم) kurkum, sem þýðir „saffran“ (Crocus sativus), „saffrangulur litur“ eða „túrmerik“ (sjá Curcuma).[2] Orðið kemur þá upphaflega úr sanskrít kunkumam (कुङ्कुमं) „saffran“ nema að það sjálft sé komið úr því semitíska. Enska heitið er 16. aldar aðlögun á latínuheitinu en fornenska hafði fyrir croh yfir „saffran“.[3]

Krókus
Vorkrókus
Vorkrókus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
L.
Samheiti

Crociris Schur
Geanthus Raf.
Safran Medik.

Ræktun og uppskera á Crocus sativus fyrir saffran var fyrst skráð við Miðjarðarhaf sérstaklega á Krít. Freskur sem sýna það hafa fundist á Knossos á Krít,[4] auk þess á álíka gömlum stað á Akrotiri á Santorini.

Fyrsti krókusinn sem sást á Hollandi, þar sem krókus vex ekki náttúrulega, voru af laukum frá Miklagarði, um 1560, frá sendiherra Hins heilaga Rómverska Keisara til "Sublime Porte", Ogier Ghiselin de Busbecq. Nokkrir laukar voru gefnir til Carolus Clusius við grasagarðinn í Leiden. Eftir 1620, sem er áætluð dagsetning málverks Ambrosiusar Bosschaert (mynd, fyrir neðan), höfðu ný garðaafbrigði verið þróuð, svo sem rjómalitur krókus með fjöðruðu munstri bronslitu, áþekku afbrigðum sem enn finnast á markaði. Bosschaert vann eftir undirbúningsteikningum til að gera samsett verk sem sýndi blóm alls vorsins, ýkti krókusinn svo að hann líktist túlípana, en mjó graslík blöðin sýna að þetta er krókus.

Helstu tegundir

breyta

Nytjar

breyta

Nokkrar tegundir eru taldar ætar eða jafnvel nytjaðar í upprunalandinu. Má þar nefna: Crocus adanensis, Crocus aleppicus, Crocus ancyrensis, Crocus cancellatus, Crocus flavus, Crocus hermoneus, Crocus hyemalis, Crocus moabiticus, Crocus nevadensis, Crocus nudiflorus, Crocus pallasii, Crocus serotinus, Crocus sieberi og Crocus vernus.[5][6]

Haustblómstrandi krókusar

breyta

Sumar tegundir eru þekktar sem haustkrókusar og blómstra þær síðla sumars og um haust, oft áður en blöðin birtast. Það ætti ekki rugla þeim saman við eiginlega haustkrókusa, Colchicum. Haustblómstrandi tegundir eru:

  • C. banaticus (syn. C. iridiflorus)
  • C. cancellatus
  • C. goulimyi
  • C. hadriaticus
  • C. kotschyanus (syn. C. zonatus) - Tyrkjakrókus
  • C. laevigatus
  • C. ligusticus (syn. C. medius )
  • C. niveus
  • C. nudiflorus
  • C. ochroleucus
  • C. pulchellus - Engjakrókus
  • C. sativus - Saffran krókus
  • C. serotinus
  • C. speciosus - Haustkrókus
  • C. tournefortii

C. laevigatus er með langt blómgunartímabil sem byrjar seint að hausti eða snemmvetrar og er fram í febrúar.

Útbreiðsla

breyta
Útbreiðslukort 16 tegunda af ættkvíslinni Crocus í Evrópu og Asíu. (Gert eftir lýsingu úr ýmsum wikipedia síðum ens, þý, frans,rússn, spænsk.)

Tegundir

breyta
 
Crocus tommasinianus (Section Crocus, Series Verni)
 
Crocus vernus subsp. vernus (Section Crocus, Series Verni)
 
Crocus vernus subsp. albiflorus (Section Crocus, Series Verni)
 
Crocus ligusticus (Section Crocus, Series Longiflori)
 
Crocus ochroleucus (Section Crocus, Series Kotschyani)
 
Crocus sativus (Section Crocus, Series Crocus)
 
Crocus mathewii (Section Crocus, Series Crocus)
 
Crocus sieberi subsp. sublimis 'Tricolor' (Section Nudiscapus, Series Reticulati)
 
Crocus speciosus (Section Nudiscapus, Series Speciosi)

Að neðan er flokkunin eins og hún var lögð fram af Brian Mathew í 1982, með fáeinum breytingum:

A. Section Crocus : tegundir með "basal prophyll"
Series Verni:
Series Baytopi (ný Series): [8]
Series Scardici: vorblómstrandi
Series Versicolores: vorblómstrandi
Series Longiflori: haustblómstrandi
Series Kotschyani: haustblómstrandi
Series Crocus: haustblómstrandi
Position unclear [8]
B. Section Nudiscapus: tegundir án "basal prophyll"
Series Reticulati: blómgast að vetri eða vori
Series Biflori: vor eða síðvetrarblómstrandi
  • Crocus aerius Herb.
  • Crocus almehensis C.D. Brickell & B. Mathew
  • Crocus biflorus Mill. - Páskakrókus
    • Crocus biflorus subsp. biflorus
    • Crocus biflorus subsp. adamii (J.Gay) K.Richt.
    • Crocus biflorus subsp. alexandri (Nicic ex Velen.) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. artvinensis (J.Philippow) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. atrospermus Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. caelestis Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. caricus Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. crewei (Hook.f.) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. fibroannulatus Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. ionopharynx Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. isauricus (Siehe ex Bowles) B.Mathew
    • Crocus biflorus subsp. leucostylosus Kernd. & Pasche
    • Crocus biflorus subsp. melantherus B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. nubigena (Herb.) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. pseudonubigena B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. pulchricolor (Herb.) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. punctatus B.Mathew
    • Crocus biflorus subsp. stridii (Papan. & Zacharof) B.Mathew
    • Crocus biflorus subsp. tauri (Maw) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. weldenii (Hoppe & Fuernr.) B. Mathew
    • Crocus biflorus subsp. yataganensis Kernd. & Pasche
  • Crocus chrysanthus Herb. - Tryggðakrókus
    • Crocus chrysanthus subsp. chrysanthus
    • Crocus chrysanthus subsp. multifolius Papan. & Zacharof
  • Crocus cyprius Boiss. & Kotschy
  • Crocus danfordiae Maw
    • Crocus danfordiae subsp. danfordiae
    • Crocus danfordiae subsp. kurdistanicus Maroofi & Assadi
  • Crocus hartmannianus Holmboe
  • Crocus kerndorffiorum Pasche (1993)
  • Crocus leichtlinii (Dewar) Bowles
  • Crocus nerimaniae Yüzbasioglu & Varol (2004)
  • Crocus pestalozzae Boiss.
  • Crocus wattiorum (B. Mathew, 1995) B. Mathew (2000)
  • Crocus demirizianus O.Erol & L.Can (2012)
  • Crocus yakarianus Yıldırım & O.Erol (2013)
Series Speciosi: blöð koma eftir blómgun, haustblómstrandi
Series Orientales: vorblómstrandi
Series Flavi: vorblómstrandi
Series Aleppici: blöð um svipað leyti og blómin, haust eða vetrarblómstrandi
Series Carpetani: vorblómstrandi
Series Intertexti: vorblómstrandi
Series Laevigatae: blöð koma um svipað leyti og blómin, haustblómstrandi

Tilvísanir

breyta
  1. κρόκος, Henry George Liddell, Robert Scott, A Greek-English Lexicon, on Perseus
  2. OED; Babiniotis dictionary
  3. http://www.etymonline.com/index.php?term=crocus
  4. C. Michael Hogan, Knossos fieldnotes, Modern Antiquarian (2007)
  5. „Plant of the Month“. www.arthurleej.com. Sótt 14. mars 2023.
  6. George Maw (2017 (endurprentun frá 1886)). A monograph of the genus Crocus - Classic reprint series. Forgotten Books (upprunalega Dulau & Co). bls. 184, 207. ISBN 978-1-334-29325-2.
  7. Peruzzi Lorenzo, Carta Angelino. 2011 - Crocus ilvensis sp. nov. (sect. Crocus, Iridaceae), endemic to Elba Island (Tuscan Archipelago, Italy), Nordic Journal of Botany, 29: 6-13.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 Brian Mathew, Gitte Petersen & Ole Seberg, A reassessment of Crocus based on molecular analysis, The Plantsman (N.S.) Vol 8, Part 1, pp50–57, March 2009

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta

Gagnasöfn

breyta

Annað

breyta