Crocus cartwrightianus
Crocus cartwrightianus er tegund blómplantna af sverðliljuætt, sem finnst í Grikklandi og Krít. Hann verður um 5 sm hár. Blómin eru fjólulit til hvít með purpuralitum æðum og áberandi rauðu fræni, og koma með blöðunum að hausti og vetri.[1]
Crocus cartwrightianus | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Crocus cartwrightianus Herb. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Crocus sativus var. cartwrightianus |
Fræðiheitið cartwrightianus vísar til 19du aldar breska konsúlsins í Konstatínópel, John Cartwright.[2]
C. cartwrightianus er talin vera villt upprunategund Saffrankrókus (Crocus sativus).[3] Saffran kom líklega fyrst fram á Krít. Uppruni í vestur eða mið Asíu, þó að hann sé oft grunaður, er talinn ólíklegur af grasafræðingum.[4]
Þessi tegund finnst gjarnan á kalksteinssvæðum á Attica skaga í Grikklandi. Það hafa fundist merki um ræktun þessarar tegundar í Forngrikklandi svo seint sem snemma á Mið-Mínóska tímabilinu, eins og sést á veggmyndinni; "Saffron Gatherer", sem sýnir söfnun á krókus.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
- ↑ Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
- ↑ „M. Grilli Caiola - Saffron reproductive biology“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2022. Sótt 20. janúar 2018.
- ↑ Plant. Syst. Evol., 128, 89, 1977
- ↑ C.Michael Hogan, Knossos Fieldnotes, the Modern Antiquarian (2007)