Crocus cartwrightianus

Crocus cartwrightianus er tegund blómplantna af sverðliljuætt, sem finnst í Grikklandi og Krít. Hann verður um 5 sm hár. Blómin eru fjólulit til hvít með purpuralitum æðum og áberandi rauðu fræni, og koma með blöðunum að hausti og vetri.[1]

Crocus cartwrightianus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Tegund:
C. cartwrightianus

Tvínefni
Crocus cartwrightianus
Herb.
Samheiti

Crocus sativus var. cartwrightianus
Crocus sativus subsp. cartwrightianus
Crocus graecus Chapp.
Crocus cartwrightianus var. creticus

Fræðiheitið cartwrightianus vísar til 19du aldar breska konsúlsins í Konstatínópel, John Cartwright.[2]

C. cartwrightianus er talin vera villt upprunategund Saffrankrókus (Crocus sativus).[3] Saffran kom líklega fyrst fram á Krít. Uppruni í vestur eða mið Asíu, þó að hann sé oft grunaður, er talinn ólíklegur af grasafræðingum.[4]

Þessi tegund finnst gjarnan á kalksteinssvæðum á Attica skaga í Grikklandi. Það hafa fundist merki um ræktun þessarar tegundar í Forngrikklandi svo seint sem snemma á Mið-Mínóska tímabilinu, eins og sést á veggmyndinni; "Saffron Gatherer", sem sýnir söfnun á krókus.[5]

Veggmynd frá Santorini
Veggmynd frá Santorini
C. cartwrightianus 'Albus'


Tilvísanir breyta

  1. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  2. Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
  3. „M. Grilli Caiola - Saffron reproductive biology“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2022. Sótt 20. janúar 2018.
  4. Plant. Syst. Evol., 128, 89, 1977
  5. C.Michael Hogan, Knossos Fieldnotes, the Modern Antiquarian (2007)


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist