Saffrankrókus
Saffrankrókus er lágvaxin planta af ættkvísl krókusa. Úr fræni hanns er kryddið saffran unnið. Saffrankrókus hefur hvergi fundist villtur, en tegundin hefur verið ræktuð í yfir 3500 ár. Talið er að hann sé þrílitna gerð af tegundinni Crocus cartwrightianus sem vex villt á suður Grikklandi og Krít, einnig hafa C. thomasii og C. pallasii komið til greina sem upprunalegar tegundir.[1][2] Saffranræktun er talin hafa byrjað við Miðjarðarhaf,[3] Mesópótaníu eða í Persíu. Nútíma saffrankrókus er þrílitna og karlófrjór. Honum er aðallega fjölgað með smálaukum, en stundum eru aðrar tegundir notaðar til að hann myndi fræ.[4]
Saffran | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Saffranblóm með rauðu fræni (saffran).
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Crocus sativus L. |
Saffrankrókus er haustblómstrandi, með fjólubláum blómum með þremur löngum rauðgulum frænum. Blöðin eru löng og mjó. Hann nær 10 til 30 sm hæð.
Hann er ræktaður víða, en hann hefur verið til nytja svo langt norður sem til Bretlands.
Tilvísanir
breyta- ↑ Negbi, M., ed. (1999), Saffron: Crocus sativus L., CRC Press, ISBN 978-90-5702-394-1
- ↑ „Saffron, an alternative crop for sustainable agricultural systems.Areview“. HAL: 95. 2008.
- ↑ Mathew, B. (1977), "Crocus sativus and its allies (Iridaceae)", Plant Systematics and Evolution, 128 (1–2): 89–103, doi:10.1007/BF00985174, JSTOR 23642209,
- ↑ Grilli Caiola, M. (2003), "Saffron Reproductive Biology", Acta Horticulturae, ISHS, 650 (650), pp. 25–37, doi:10.17660/ActaHortic.2004.650.1 Geymt 3 desember 2020 í Wayback Machine