Spænska borgarastyrjöldin

(Endurbeint frá Borgarastríðið á Spáni)

Spænska borgarastyrjöldin var borgarastyrjöld háð á Spáni, sem stóð frá 1936 til 1939. Tildrög hennar voru þau, að lýðræðislega kjörin, vinstrisinnuð ríkisstjórn lýðveldisins Spánar vildi framkvæma þjóðfélagsbreytingar í samræmi við stefnu sína, en falangistar neituðu að sætta sig við þær, svo herforingjar sem voru á þeirra bandi hófu uppreisn. Ríkisstjórnin naut einkum stuðnings verkamanna í borgum, sósíaldemókrata, kommúnista, anarkista og Baska, en uppreisnarmenn nutu einkum stuðnings hersins, kirkjunnar og landeigenda.

Spænska borgarastyrjöldin
Hluti af millistríðsárunum

Réttsælis frá efra vinstra horni: Meðlimir í 11. alþjóðaherdeildinni í orrustunni við Belchite; Granollers eftir sprengjuárásir ítalska flughersins árið 1938; sprengjuárásir á flugvöll í Spænska Marokkó; hermenn lýðveldissinna í umsátrinu um Alcázar; hermenn þjóðernissinna við stjórn loftvarnabyssu; Lincoln-herfylkið
Dagsetning17. júlí 1936 – 1. apríl 1939
(2 ár, 8 mánuðir, 2 vikur og 1 dagur)
Staðsetning
Niðurstaða

Sigur þjóðernissinna

Stríðsaðilar

Lýðveldissinnar

Þjóðernissinnar

  • Ítalía Ítalía
  • Þýskaland Þýskaland
Leiðtogar
Fjöldi hermanna
Mannafli árið 1936:[1]
  • 446.800 hermenn[2]
  • 31 skip
  • 12 kafbátar
  • 13.000 sjóliðar

Mannafli árið 1938:[3]
  • 450.000 fótgönguliðar
  • 350 flugvélar
  • 200 skriðdrekar

  • 59.380 erlendir sjálfboðaliðar
  • 3.015 sovéskir tæknimenn
  • 772 sovéskir flugmenn
Mannafli árið 1936:[4]
  • 58.000 hermenn
  • 68.500 lögreglumenn
  • 16 skip
  • 7.000 sjóliðar[5]

Mannafli árið 1938:[6]
  • 600.000 fótgönguliðar
  • 600 flugvélar
  • 290 skriðdrekar

Mannfall og tjón
  • 110.000 drepnir í virkum átökum (þ. á m. aftökur)[7][8][9]

100.000-200.000 óbreyttir borgarar drepnir á yfirráðasvæði þjóðernissinna[10][11][12]

50.000-72.000 óbreyttir borgarar drepnir innan yfirráðavæðis lýðveldissinna

U. þ. b. 400.000–450.000 drepnir alls

Stríðið varði í þrjú ár, og gekk á ýmsu. VesturveldinBretland, Frakkland og Bandaríkin — settu vopnasölubann á Spán, og töldu síst þörf á því að senda meira af vopnum til lands sem þegar logaði í ófriði. Öxulveldin Þýskaland og Ítalía studdu hins vegar uppreisn falangista, enda verulegur skyldleiki þeirra við þýska nasismann og ítalska fasismann. Sovétríkin studdu lýðveldið eftir atvikum, en höfðu hvorki tök á að blanda sér beint í stríðið né að veita lýðveldissinnum nægan stuðning til þess að vinna það.

Mikill fjöldi manna frá öðrum löndum tók samt þátt í Spánarstríðinu sem sjálfboðaliðar, oftast með her lýðveldisins. Þjóðverjar og Júgóslavar áttu flesta fulltrúa, en Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn, Albanir, Ítalar og fleiri líka. Þeir sem komu frá löndum þar sem fasismi ríkti börðust oft í óþökk yfirvalda í heimalandinu, og áttu stundum vandræði yfir höfði sér þegar þeir sneru heim. Tæpast nema þrír Íslendingar tóku þátt í Spánarstríðinu.

Árið 1939 lauk styrjöldinni með algerum sigri falangista. Foringi þeirra, Francisco Franco, varð einræðisherra yfir Spáni og ríkti til dauðadags. Frá því lýðveldissinnar töpuðu stríðinu, hafa mismunandi fylkingar þeirra kennt hver annarri um, ekki síst annars vegar anarkistar og kommúnistar, en hins vegar stalínistar og trotskíistar.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. POUM barðist í spænsku borgarastyrjöldinni frá 17. júlí 1936 til 16. júní 1937, en samtökin voru síðan bönnuð og leyst upp af stjórn Alþýðufylkingarinnar undir stjórn Juans Negrín forsætisráðherra að tilstuðlan Jósefs Stalín, Komintern og spænska kommúnistaflokksins.
  2. Euzko Gudarostea barðist í styrjöldinni frá 17. júlí 1936 þar til herliðið gafst upp fyrir hinu ítalska Corpo Truppe Volontarie með Santoña-samkomulaginu þann 24. ágúst 1937.
  3. Eini löglegi stjórnmálaflokkurinn frá og með 1937, samruni annarra hreyfinga þjóðernissinna.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 1936–1937, rann síðan inn í FET y de las JONS.

Tilvísanir

breyta
  1. „Republican Army in Spain“. Spartacus Educational.
  2. Larrazáhal, R. Salas. „Aspectos militares de la Guerra Civil española“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2022. Sótt 11. september 2018.
  3. Thomas (1961), bls. 491.
  4. „The Nationalist Army“. Spartacus Educational.
  5. „Warships of the Spanish Civil War (1936–1939)“. kbismarck.com.
  6. Thomas (1961), bls. 488.
  7. 7,0 7,1 Thomas, Hugh. The Spanish Civil War. Penguin Books. London. 1977 (and later editions).
  8. 8,0 8,1 Clodfelter 2017, bls. 339.
  9. 9,0 9,1 Simkin, J. (2012). "Spanish Civil War". The Spanish Civil War Encyclopedia (Ser. Spanish Civil War). University of Sussex, Spartacus Educational E-Books.
  10. Casanova 2010, bls. 181.
  11. Maestre, Francisco; Casanova, Julián; Mir, Conxita; Gómez, Francisco (2004). Morir, matar, sobrevivir: La violencia en la dictadura de Franco. Grupo Planeta. ISBN 978-8484325062.
  12. Jackson, Gabriel (1967). The Spanish Republic and the Civil War, 1931–1939. Princeton University Press. ISBN 0691007578.
   Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.