Borís Nemtsov

Rússneskur stjórnmálamaður (1959-2015)

Borís Jefímovítsj Nemtsov (rússneska: Бори́с Ефи́мович Немцо́в; 9. október 195927. febrúar 2015) var rússneskur vísindamaður og stjórnmálamaður. Ferill hans gekk vel á tíunda áratugnum undir stjórn Borísar Jeltsíns en frá árinu 2000 hafði hann verið opinskár andstæðingur Vladímírs Pútíns.[1] Hann var skotinn og dó í febrúar 2015 vegna skoðana sinna til stuðnings rússnesku lýðræði á brú nálægt Kreml og Rauða torginu í Moskvu.

Borís Nemtsov
Бори́с Немцо́в
Varaforsætisráðherra Rússlands
Í embætti
17. mars 1997 – 28. ágúst 1998
ForsetiBorís Jeltsín
ForsætisráðherraVíktor Tsjernomyrdín
Sergej Kíríjenko
Víktor Tsjernomyrdín (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. október 1959
Sotsjí, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Látinn27. febrúar 2015 (55 ára) Moskvu, Rússlandi
StjórnmálaflokkurLýðveldisflokkur Rússlands (2012–2015)
MakiJanna Nemtsova
HáskóliRíkisháskólinn í Nízhníj Novgorod
Undirskrift

Talið er að stuðningsmenn Pútíns hafi staðið bak við dráp Nemtsovs, en Pútín hafði opinberlega fordæmt morðið.[2] Áður en hann var drepinn hafði Nemstov verið að skipuleggja mótmæli gegn Pútin og stefnu hans í sambandi við stríð Rússlands í Úkraínu.[2] Hann hafði sagt nýlega í viðtali að hann óttaðist um að Pútín myndi reyna að drepa hann.[2]

Fimm téténskir karlmenn voru síðar handteknir fyrir aðild að morðinu á Nemtsov. Einn þeirra, Zaúr Dadajev, hafði verið háttsettur í einni af hersveitum Ramzans Kadyrov, forseta sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu.[3] Dadajev játaði á sig morðið og var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2017.[4]

Árið 2022 gáfu rannsóknarblaðamenn Bellingcat, The Insider og BBC út niðurstöðu rannsóknar þar sem staðhæft var að útsendarar leyniþjónustunnar FSB hefðu fylgst með ferðum Nemtsovs í heilt ár áður en hann var myrtur.[5]

Áður en hann var drepinn var Nemtsov samformaður í Lýðveldisflokki Rússlands, meðlimur í héraðsþinginu í Jaroslavl og einn leiðtoganna andstæðingahreyfingunnar Solidarnost.

Heimildir breyta

  1. „Nemtsov skotinn til bana“. RÚV. 27. febrúar 2015. Sótt 1. mars 2015.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Morðið hafi verið þaulskipulagt“. RÚV. 28. febrúar 2015. Sótt 1. mars 2015.
  3. Ómar Þorgeirsson (20. mars 2016). „Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum“. Kjarninn. Sótt 22. mars 2022.
  4. Kristján Róbert Kristjánsson (13. júlí 2017). „Fimm dæmdir fyrir morðið á Nemtsov“. RÚV. Sótt 24. mars 2022.
  5. Atli Ísleifsson (28. mars 2022). „Fylgdist með ferðum Nemt­sovs í heilt ár fyrir bana­til­ræðið“. Vísir. Sótt 29. mars 2022.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.