Náttúra
Náttúra er í víðum skilningi efnisheimurinn og þau lögmál sem um hann gilda. Oftast er þó náttúra skilgreind sem andstæða þess sem er manngert; þá teljast til dæmis stöðuvötn og goshverir, fjöll og skógar til náttúrunnar en ekki vegir, brýr og önnur mannvirki. Einnig getur orðið „náttúra“ vísað til plöntu- og dýralífs.
Orðið „náttúra“ er komið úr latínu (natura) sem í grunninn merkir meðfæddur eiginleiki, ásköpuð tilhneiging eða fæðing. Latneska orðið var notað til að þýða forngríska orðið fysis (φύσις), sem í upphafi merkti tilurð (genesis) hluta, endanlegar efnislegar uppsprettur (arke) þeirra eða áskapaða eiginleika jurta og dýra og jafnvel annarra hluta.
Tengt efni
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist náttúru.