Niður

Íslensk hljómsveit

Niður var íslensk pönkhljómsveit sem starfaði á árunum 1992 til 1997. Stofnendur hljómsveitarinnar voru þeir Jón Júlíus Filippusson og Arnar Sævarsson sem áður höfðu spilað í pönkhljómsveitinni Sogblettir, Haraldur Ringsted úr Rotþrónni, Pétur Heiðar Þórðarson úr Dýrið Gengur Laust og Bless og Össur Hafþórsson úr Rauðum Flötum. Hljómsveitin gekk í gegnum mikil mannaskipti og á tímabili voru einungis Jón og Haraldur sem héldu uppi merki hljómsveitarinnar. Árið 1994 kom Arnar tilbaka eftir nokkurra mánaða frí frá hljómsveitinni og Eggert Hilmarsson bættist í hópinn en hann hafði áður spilað með Rotþrónni. Haustið 1995 flutti Jón búferlum til Noregs og Ólafur Egill Egilsson (sonur leikarans og Stuðmannsins Egils Ólafssonar) tók við míkrafónstatífinu af Jóni. Þannig skipuð starfaði hljómsveitin til 1997. Við komu Ólafs sem söngvara breittist einnig tónlistarstíll hljómsveitarinnar frá grjóthörðu pönki í þjóðlagarokk.

Niður tók upp töluvert af efni sem aldrei hefur komið út opinberlega, nema á tónleikum og í útvarpi og svo einstaka bootleg. Hægt er að ná í nokkur tónlistardæmi með hljómsveitinni á rokk.is. Eggert Hilmarsson spilaði seinna með pönkhljómsveitinni Innvortis og Pétur Heiðar Þórðarson í þungarokkshljómsveitinni Drep en annars hefur lítið farið fyrir öðrum meðlimum Niðurs.

Meðlimir Niðurs breyta

Útgefið efni breyta

Tenglar breyta