Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

yfirlit um þátttöku Ísraels í Eurovision

Ísrael hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 43 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1973. Ísrael var leyft að taka þátt þar sem að Israel Broadcasting Authority (IBA) var virkur meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Ísrael hefur sigrað keppnina í fjögur skipti og hefur haldið keppnina tvisvar í Jerúsalem (1979 og 1999) og í einu sinni í Tel Avív (2019).

Ísrael

Sjónvarpsstöð Kan
Söngvakeppni The X Factor Israel (2022)
Ágrip
Þátttaka 43 (37 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1973
Besta niðurstaða 1. sæti: 1978, 1979, 1998, 2018
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða Kan
Síða Ísraels á Eurovision.tv

Fyrsta þátttaka Ísraels reyndist árangursrík þar sem Ilanit endaði í fjórða sæti. Þar á eftir sigraði landið árin 1978 (Izhar Cohen & Alphabeta og lagið „A-Ba-Ni-Bi“) og 1979 (Milk and Honey og lagið „Hallelujah“). Árið 1980 hafnaði IBA að halda keppnina vegna fjárhagslegra ástæðna. Keppnin sem var svo haldin í Haag endaði á sömu dagsetningum og Yom HaZikaron (minningardagur Ísraels), og þar af leiðandi tók landið ekki þátt. Það er í eina skiptið sem að land sem sigrar, taki ekki þátt árið eftir. Besti árangur Ísraels á 9. áratugnum var annað sæti með Avi Toledano (1982) og Ofra Haza (1983). Fyrrum sigurvegari Izhar Cohen tók aftur þátt árið 1985 og endaði í fimmta sæti, áður en Duo Datz endaði í þriðja sæti árið 1991. Þriðji sigur Ísraels kom árið 1998 þegar Dana International vann með laginu „Diva“. Eden endaði svo í fimmta sæti árið 1999.

Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004 komst Ísrael ekki áfram í sex skipti. Árið 2005 kom tíunda topp-5 niðurstaða landsins með Shiri Maimon sem endaði í fjórða sæti. Eftir að hafa ekki komist áfram fjögur ár í röð (2011 – 2014), komst Nadav Guedj áfram árið 2015 og lenti í níunda sæti. Síðan þá hefur landið alltaf keppt í aðalkeppninni. Fjórði sigur Ísraels kom árið 2018 þegar Netta sigraði með laginu „Toy“.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

breyta
Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1973 Ilanit Ey Sham (אי שם) hebreska 4 97 Engin undankeppni
1974 Poogy Natati La Khayay (נתתי לה חיי) hebreska 7 11
1975 Shlomo Artzi At Va'Ani (את ואני) hebreska 11 40
1976 Chocolate, Menta, Mastik Emor Shalom (אמור שלום) hebreska 6 77
1977 Ilanit Ahava Hi Shir Lishnayim (אהבה היא שיר לשניים) hebreska 11 49
1978 Izhar Cohen & Alphabeta A-Ba-Ni-Bi (א-ב-ני-בי) hebreska 1 157
1979 Milk and Honey Hallelujah (הללויה) hebreska 1 125
1981 Hakol Over Habibi Halayla (הלילה) hebreska 7 56
1982 Avi Toledano Hora (הורה) hebreska 2 100
1983 Ofra Haza Hi (חי) hebreska 2 136
1985 Izhar Cohen Olé, Olé (עולה, עולה) hebreska 5 93
1986 Moti Giladi & Sarai Tzuriel Yavo Yom (יבוא יום) hebreska 19 7
1987 Datner & Kushnir Shir Habatlanim (שיר הבטלנים) hebreska 8 73
1988 Yardena Arazi Ben Adam (בן אדם) hebreska 7 85
1989 Gili & Galit Derekh Hamelekh (דרך המלך) hebreska 12 50
1990 Rita Shara Barkhovot (שרה ברחובות) hebreska 18 16
1991 Duo Datz Kan (כאן) hebreska 3 139
1992 Dafna Dekel Ze Rak Sport (זה רק ספורט) hebreska 6 85
1993 Lehakat Shiru Shiru (שירו) hebreska, enska 24 4 Kvalifikacija za Millstreet
1995 Liora Amen (אמן) hebreska 8 81 Engin undankeppni
1996 Galit Bell Shalom Olam (שלום עולם) hebreska Komst ekki áfram [a] 28 12
1998 Dana International Diva (דיווה) hebreska 1 172 Engin undankeppni
1999 Eden Yom Huledet (יום הולדת) hebreska, enska 5 93
2000 PingPong Sameach (שמח) hebreska [b] 22 7
2001 Tal Sondak En Davar (אין דבר) hebreska 16 25
2002 Sarit Hadad Light a Candle hebreska, enska 12 37
2003 Lior Narkis Words for Love hebreska [c] 19 17
2004 David D'Or Leha'amin (להאמין) hebreska, enska Komst ekki áfram 11 57
2005 Shiri Maimon HaSheket SheNish'ar (השקט שנשאר) enska, hebreska 4 154 7 158
2006 Eddie Butler Together We Are One enska, hebreska 23 4 Topp 11 árið fyrr [d]
2007 Teapacks Push the Button enska, franska, hebreska Komst ekki áfram 24 17
2008 Bo'az Ma'uda The Fire In Your Eyes hebreska [b] 9 124 5 104
2009 Noa & Mira Awad There Must Be Another Way enska, hebreska, arabíska 16 53 7 75
2010 Harel Skaat Milim (מילים) hebreska 14 71 8 71
2011 Dana International Ding Dong (דינג דונג) hebreska, enska Komst ekki áfram 15 38
2012 Izabo Time enska, hebreska 13 33
2013 Moran Mazor Rak Bishvilo (רק בשבילו) hebreska 14 40
2014 Mei Finegold Same Heart enska, hebreska 14 19
2015 Nadav Guedj Golden Boy enska 9 97 3 151
2016 Hovi Star Made of Stars enska 14 135 7 147
2017 Imri I Feel Alive enska 23 39 3 207
2018 Netta Barzilai Toy enska [e] 1 529 1 283
2019 Kobi Marimi Home enska 23 35 Sigurvegari 2018 [f]
2020 Eden Alene Feker Libi (ፍቅር ልቤ) enska, amharíska [g] Keppni aflýst [h]
2021 Eden Alene Set Me Free enska [i] 17 93 5 192
2022 [1] Michael Ben David [2] I.M. enska Væntanlegt
2023 Noa Kirel
2024 Eden Golan
  1. Ísrael komst ekki áfram árið 1996. Aðeins var keppt með hljóðupptökum fyrir undankeppnina. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.
  2. 2,0 2,1 Inniheldur nokkur orð á ensku.
  3. Inniheldur nokkur orð á ensku, grísku, frönsku og spænsku.
  4. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  5. Inniheldur nokkur orð á hebresku.
  6. Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  7. Inniheldur frasa á hebresku og arabísku.
  8. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  9. Inniheldur frasa á hebresku.

Heimildir

breyta
  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. „Michael Ben-David wins 'The X Factor Israel', will go to Eurovision 🇮🇱“. Eurovision.tv. EBU. 5. febrúar 2022. Sótt 5. febrúar 2022.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.