Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Ísrael hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 43 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1973. Ísrael var leyft að taka þátt þar sem að Israel Broadcasting Authority (IBA) var virkur meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Ísrael hefur sigrað keppnina í fjögur skipti og hefur haldið keppnina tvisvar í Jerúsalem (1979 og 1999) og í einu sinni í Tel Avív (2019).
Ísrael | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Kan |
Söngvakeppni | The X Factor Israel (2022) |
Ágrip | |
Þátttaka | 43 (37 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1973 |
Besta niðurstaða | 1. sæti: 1978, 1979, 1998, 2018 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða Kan | |
Síða Ísraels á Eurovision.tv |
Fyrsta þátttaka Ísraels reyndist árangursrík þar sem Ilanit endaði í fjórða sæti. Þar á eftir sigraði landið árin 1978 (Izhar Cohen & Alphabeta og lagið „A-Ba-Ni-Bi“) og 1979 (Milk and Honey og lagið „Hallelujah“). Árið 1980 hafnaði IBA að halda keppnina vegna fjárhagslegra ástæðna. Keppnin sem var svo haldin í Haag endaði á sömu dagsetningum og Yom HaZikaron (minningardagur Ísraels), og þar af leiðandi tók landið ekki þátt. Það er í eina skiptið sem að land sem sigrar, taki ekki þátt árið eftir. Besti árangur Ísraels á 9. áratugnum var annað sæti með Avi Toledano (1982) og Ofra Haza (1983). Fyrrum sigurvegari Izhar Cohen tók aftur þátt árið 1985 og endaði í fimmta sæti, áður en Duo Datz endaði í þriðja sæti árið 1991. Þriðji sigur Ísraels kom árið 1998 þegar Dana International vann með laginu „Diva“. Eden endaði svo í fimmta sæti árið 1999.
Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004 komst Ísrael ekki áfram í sex skipti. Árið 2005 kom tíunda topp-5 niðurstaða landsins með Shiri Maimon sem endaði í fjórða sæti. Eftir að hafa ekki komist áfram fjögur ár í röð (2011 – 2014), komst Nadav Guedj áfram árið 2015 og lenti í níunda sæti. Síðan þá hefur landið alltaf keppt í aðalkeppninni. Fjórði sigur Ísraels kom árið 2018 þegar Netta sigraði með laginu „Toy“.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breytaÞessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (mars 2024) |
1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Framlag valið en ekki keppt | |
Þátttaka væntanleg |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1973 | Ilanit | Ey Sham (אי שם) | hebreska | 4 | 97 | Engin undankeppni | |
1974 | Poogy | Natati La Khayay (נתתי לה חיי) | hebreska | 7 | 11 | ||
1975 | Shlomo Artzi | At Va'Ani (את ואני) | hebreska | 11 | 40 | ||
1976 | Chocolate, Menta, Mastik | Emor Shalom (אמור שלום) | hebreska | 6 | 77 | ||
1977 | Ilanit | Ahava Hi Shir Lishnayim (אהבה היא שיר לשניים) | hebreska | 11 | 49 | ||
1978 | Izhar Cohen & Alphabeta | A-Ba-Ni-Bi (א-ב-ני-בי) | hebreska | 1 | 157 | ||
1979 | Milk and Honey | Hallelujah (הללויה) | hebreska | 1 | 125 | ||
1981 | Hakol Over Habibi | Halayla (הלילה) | hebreska | 7 | 56 | ||
1982 | Avi Toledano | Hora (הורה) | hebreska | 2 | 100 | ||
1983 | Ofra Haza | Hi (חי) | hebreska | 2 | 136 | ||
1985 | Izhar Cohen | Olé, Olé (עולה, עולה) | hebreska | 5 | 93 | ||
1986 | Moti Giladi & Sarai Tzuriel | Yavo Yom (יבוא יום) | hebreska | 19 | 7 | ||
1987 | Datner & Kushnir | Shir Habatlanim (שיר הבטלנים) | hebreska | 8 | 73 | ||
1988 | Yardena Arazi | Ben Adam (בן אדם) | hebreska | 7 | 85 | ||
1989 | Gili & Galit | Derekh Hamelekh (דרך המלך) | hebreska | 12 | 50 | ||
1990 | Rita | Shara Barkhovot (שרה ברחובות) | hebreska | 18 | 16 | ||
1991 | Duo Datz | Kan (כאן) | hebreska | 3 | 139 | ||
1992 | Dafna Dekel | Ze Rak Sport (זה רק ספורט) | hebreska | 6 | 85 | ||
1993 | Lehakat Shiru | Shiru (שירו) | hebreska, enska | 24 | 4 | Kvalifikacija za Millstreet | |
1995 | Liora | Amen (אמן) | hebreska | 8 | 81 | Engin undankeppni | |
1996 | Galit Bell | Shalom Olam (שלום עולם) | hebreska | Komst ekki áfram [a] | 28 | 12 | |
1998 | Dana International | Diva (דיווה) | hebreska | 1 | 172 | Engin undankeppni | |
1999 | Eden | Yom Huledet (יום הולדת) | hebreska, enska | 5 | 93 | ||
2000 | PingPong | Sameach (שמח) | hebreska [b] | 22 | 7 | ||
2001 | Tal Sondak | En Davar (אין דבר) | hebreska | 16 | 25 | ||
2002 | Sarit Hadad | Light a Candle | hebreska, enska | 12 | 37 | ||
2003 | Lior Narkis | Words for Love | hebreska [c] | 19 | 17 | ||
2004 | David D'Or | Leha'amin (להאמין) | hebreska, enska | Komst ekki áfram | 11 | 57 | |
2005 | Shiri Maimon | HaSheket SheNish'ar (השקט שנשאר) | enska, hebreska | 4 | 154 | 7 | 158 |
2006 | Eddie Butler | Together We Are One | enska, hebreska | 23 | 4 | Topp 11 árið fyrr [d] | |
2007 | Teapacks | Push the Button | enska, franska, hebreska | Komst ekki áfram | 24 | 17 | |
2008 | Bo'az Ma'uda | The Fire In Your Eyes | hebreska [b] | 9 | 124 | 5 | 104 |
2009 | Noa & Mira Awad | There Must Be Another Way | enska, hebreska, arabíska | 16 | 53 | 7 | 75 |
2010 | Harel Skaat | Milim (מילים) | hebreska | 14 | 71 | 8 | 71 |
2011 | Dana International | Ding Dong (דינג דונג) | hebreska, enska | Komst ekki áfram | 15 | 38 | |
2012 | Izabo | Time | enska, hebreska | 13 | 33 | ||
2013 | Moran Mazor | Rak Bishvilo (רק בשבילו) | hebreska | 14 | 40 | ||
2014 | Mei Finegold | Same Heart | enska, hebreska | 14 | 19 | ||
2015 | Nadav Guedj | Golden Boy | enska | 9 | 97 | 3 | 151 |
2016 | Hovi Star | Made of Stars | enska | 14 | 135 | 7 | 147 |
2017 | Imri | I Feel Alive | enska | 23 | 39 | 3 | 207 |
2018 | Netta Barzilai | Toy | enska [e] | 1 | 529 | 1 | 283 |
2019 | Kobi Marimi | Home | enska | 23 | 35 | Sigurvegari 2018 [f] | |
2020 | Eden Alene | Feker Libi (ፍቅር ልቤ) | enska, amharíska [g] | Keppni aflýst [h] | |||
2021 | Eden Alene | Set Me Free | enska [i] | 17 | 93 | 5 | 192 |
2022 [1] | Michael Ben David [2] | I.M. | enska | Væntanlegt | |||
2023 | Noa Kirel | ||||||
2024 | Eden Golan |
- ↑ Ísrael komst ekki áfram árið 1996. Aðeins var keppt með hljóðupptökum fyrir undankeppnina. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.
- ↑ 2,0 2,1 Inniheldur nokkur orð á ensku.
- ↑ Inniheldur nokkur orð á ensku, grísku, frönsku og spænsku.
- ↑ Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
- ↑ Inniheldur nokkur orð á hebresku.
- ↑ Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
- ↑ Inniheldur frasa á hebresku og arabísku.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
- ↑ Inniheldur frasa á hebresku.
Heimildir
breyta- ↑ „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
- ↑ „Michael Ben-David wins 'The X Factor Israel', will go to Eurovision 🇮🇱“. Eurovision.tv. EBU. 5. febrúar 2022. Sótt 5. febrúar 2022.