Knattspyrnufélag ÍA
Knattspyrnufélag Íþróttabandalags Akraness, skammstafað KFÍA en þekkist í daglegu tali sem ÍA, er knattspyrnufélag starfrækt á Akranesi. Félagið var stofnað 3. febrúar 1946 þegar að Knattspyrnufélag Akranes (KA) og Knattspyrnufélagið Kári stofnuðu Íþróttabandalag Akraness, bandalagið tók við af Íþróttaráði Akraness sem stofnað hafði verið árið 1934.[2]
Knattspyrnufélag ÍA | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélag ÍA | ||
Gælunafn/nöfn | Skagamenn | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | ÍA | ||
Stofnað | 1946 | ||
Leikvöllur | ELKEM-völlurinn | ||
Stærð | 1050 sæti, ca. 5550 alls[1] | ||
Stjórnarformaður | Eggert Herbertsson | ||
Deild | Karlar: Besta deildin Konur: 1. deild | ||
|
Karlalið félagsins tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sumarið 1946, liðið hefur allt frá því átt lið í efstu deildum íslandsmóts karla í knattspyrnu. Liðið er eitt það sigursælasta á landinu með 18 Íslandsmeistaratitla, þann fyrsta árið 1951. Þá hefur liðið að auki landað 9 bikarmeistaratitlum og 3 deildarbikartitlum.
Kvennalið ÍA tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti árið 1973. Árið 1984 vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og fylgdu tveir aðrir titlar árin 1985 og 1987. Liðið hefur að auki unnið 3 bikarmeistaratitla.
Sagan
breyta1946-1949: Fyrstu árin
breyta„Það, sem einkenndi aðallega leik þeirra, var þetta. Ódrepandi þol og vilji til að sigra, samfari snerpu og þoli. [...] Mín skoðun er sú, að ef lið Akurnesinga fengi árs þjálfun undir handleiðslu góðs þjálfara, mættu reykvísku fjelögin vara sig.“
Sumarið 1946 tók Knattspyrnudeild ÍA þátt í sínu fyrsta íslandsmóti, félagið var fyrst um sinn skammstafað ÍBA en vegna þess að Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun var henni fljótt breytt í ÍA. Þetta var 35. íslandsmótið og tóku 5 lið auk Skagamanna þátt. Fyrsti leikur liðsins var upphafsleikur íslandsmótsins gegn tíföldum íslandsmeisturum KR. Leikurinn tapaðist 4-1 en þótti skaga liðið sína fína takta. Liðið endar sitt fyrsta tímabil í fimmta og næst neðsta sæti með 2 stig eftir jafntefli við Víking R. og ÍBA. Allir leikir íslandsmótsins á þessum tíma voru spilaðir á Melavellinum í Reykjavík[4]
Á fyrstu árum og fyrir stofnun ÍA eru aðstæður til knattspyrnuiðkunar litlar sem engar á Akranesi en liðið nýtir sér Langasandinn til æfinga.
Titlar
breyta- Íslandsmeistarar: 18
- Bikarmeistarar: 9
- 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003
- Deildabikarmeistarar: 3
- 1996, 1999, 2003
- 1. deildarmeistarar: 4
- Litla bikarkeppnin: 17
- 1961, 1964, 1967, 1972, 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982, 1984, 1985, 1987, 1992, 1993, 1994, 1995
Tölfræði leikmanna
breytaLeikjahæstu leikmenn
breyta
Allir leikir[6]
|
Leikir í A deild[7]
|
Markahæstu leikmenn
breyta
Allir leikir[8]
|
Leikir í A deild[9]
|
- 1Garðar Gunnlaugsson spilar ennþá sem leikmaður ÍA
Meistaraflokkur karla
breytaNúverandi leikmenn
breyta(Síðast uppfært 11. júlí 2024) Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.
|
Meistaraflokkur Kvenna
breytaNúverandi Leikmenn
breyta(Síðast uppfært 11. júlí 2024)[10]
Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.
Titlar
breyta- Íslandsmeistarar: 3
- Bikarmeistarar: 3
- 1989, 1991, 1992
- 1. deildarmeistarar: 1
- 2015
Tilvísanir
breyta- ↑ KSÍ. Knattspyrnuvellir
- ↑ Íþróttabandalag Akraness
- ↑ H. Ó. Morgunblaðið' (1946): 2
- ↑ KSÍ: A deild 1946
- ↑ „Íslandsmót - Inkasso-deild karla - 2018“. www.ksi.is. Sótt 15. mars 2021.
- ↑ Leikmenn mfl. karla frá upphafi
- ↑ Leikmenn mfl. karla frá upphafi
- ↑ Leikmenn mfl. karla frá upphafi
- ↑ Leikmenn mfl. karla frá upphafi
- ↑ Núverandi leikmenn mfl. kvenna
Heimildaskrá
breyta- Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ. „Knattspyrnuvellir, Akranesvöllur“. www.ksi.is Sótt 27. febrúar 2016 af http://www.ksi.is/mannvirki/knattspyrnuvellir/?vollur=1 Geymt 8 apríl 2016 í Wayback Machine
- H. Ó. 1946. „Íslandsmótið. K.R. vann Akurnesinga 4-1.“ Morgunblaðið, 28. maí. Sótt í greinasafn Tímarit.is 25. febrúar 2016 af http://timarit.is/files/13022525.pdf#navpanes=1&view=FitH[óvirkur tengill]
- Íþróttabandalag Akraness. 2016. „Íþróttabandalag Akraness er 70 ára í dag“ www.ia.is, 3. febrúar. Sótt 25. febrúar 2016 af http://ia.is/vefiradildarfelog/almennt-um-ia/nr/200456/ Geymt 6 apríl 2016 í Wayback Machine
- KSÍ: A deild 1946. „Íslandsmót - Meistaraflokkur karla“ www.ksi.is. Sótt 20. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=10255
- Núverandi leikmenn mfl. karla. „Leikmenn karlar - Núverandi“ www.kfia.is Sótt 20. mars 2016 af http://kfia.is/leikmenn/karlar-nuverandi/ Geymt 15 janúar 2016 í Wayback Machine
- Leikmenn mfl. karla frá upphafi. „Leikmenn frá upphafi - Karlar“ www.kfia.is Sótt 20. mars 2016 af http://kfia.is/leikmenn/karlar-fra-upphafi/ Geymt 26 mars 2016 í Wayback Machine
- Núverandi leikmenn mfl. kvenna. „Leikmenn konur - Núverandi“ www.kfia.is Sótt 20. mars 2016 af http://kfia.is/leikmenn/konur_nuverandi/ Geymt 14 janúar 2016 í Wayback Machine