Yoweri Museveni

Forseti Úganda

Yoweri Museveni (f. 15. september 1944) er úgandskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Úganda frá árinu 1986. Museveni var þátttakandi í uppreisnarhreyfingum sem steyptu af stóli ríkisstjórnum Idi Amin (1971–79) og Miltons Obote (1980–85).[1][2] Á tíunda áratugnum naut Museveni talsverðrar hylli á vesturlöndum sem fulltrúi nýrrar kynslóðar afrískra leiðtoga. Á forsetatíð Museveni hefur tilölulegur stöðugleiki og hagvöxtur ríkt í Úganda. Hins vegar hafa valdaár hans einnig einkennst af afskiptum Úganda af borgarastríði í Kongó og öðrum hernaðarátökum við Stóru vötnin. Þar á meðal má nefna uppreisn Andspyrnuhers Drottins í norðurhluta Úganda, sem kostaði fjölda mannslífa. Museveni hefur einnig staðið fyrir bælingu á pólitísku andófi og hefur gert breytingar á úgöndsku stjórnarskránni til þess að nema úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetinn má sitja (2005) og aldurstakmark á forsetaembættið (2017) til þess að framlengja valdatíð sína.

Yoweri Museveni
Yoweri Museveni September 2015.jpg
Museveni árið 2015.
Forseti Úganda
Núverandi
Tók við embætti
29. janúar 1986
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. september 1944 (1944-09-15) (78 ára)
Ntungamo, Úganda
StjórnmálaflokkurÞjóðarandspyrnuhreyfingin (enska: National Resistance Movement, svahílí: Harakati za Upinzani za Kitaifa)
MakiJanet Kainembabazi (g. 1973)
BörnMuhoozi, Natasha, Patience, Diana
HáskóliHáskólinn í Dar es Salaam
StarfStjórnmálamaður

TilvísanirBreyta

  1. „Museveni myndar nýja ríkisstjórn“. Morgunblaðið. 31. janúar 1986. Sótt 11. október 2018.
  2. „Museveni forseti í 30 ár“. RÚV. 26. janúar 2018. Sótt 11. október 2018.


Fyrirrennari:
Tito Okello
Forseti Úganda
(29. janúar 1986 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.