Daníel Á. Daníelsson
Daníel Ágúst Daníelsson (1902 – 1995) var íslenskur læknir og ljóðaþýðandi, fæddur að Hóli í Önundarfirði. Daníel nam læknisfræði í Bandaríkjunum en tók Cand. med. próf frá HI 1935. Hann var héraðslæknir Hesteyrarlæknishéraði 1938 – 1939 og starfandi læknir á Siglufirði 1939 – 1944, gerðist síðan héraðslæknir á Dalvík 1944 – 1972 og bjó í Árgerði. Hann lét reisa íbúðarhúsið sem nú stendur og teiknaði það að hluta sjálfur. Daníel þýddi Sonnettur William Shakespeares, 154 talsins, og Andalúsíuljóð arabískra skálda. Hann ritaði einnig merkan formála og eftirmála að bókinni. Margar ljóðaþýðingar hans birtust í tímaritum á borð við Ganglera og Tímarit Máls og menningar.
Kona Daníels var Dýrleif Friðriksdóttir.
Þýðingar
breyta- Andalúsíuljóð arabískra skálda, 1994
- Nadine Gordimer, Saga sonar míns, 1991
- William Shakespeare, Sonnettur, 1989.