Vilhjálmur 4. Bretakonungur

Vilhjálmur IV (William Henry) (21. ágúst 176520. júní 1837) var konungur sameinaðs konungsdæmis Englands og Hannover frá 1830 til 1837. Vilhjálmur IV var þriðji elsti sonur Georgs III og eftir að bróðir hans, hertoginn af Jórvík, lét lífið 1827, varð Vilhjálmur ríkiserfingi. Vilhjálmur var lengi í herflotanum og hefur af þeim sökum verið nefndur Sjómannskonungur (Sailor King). Vilhjálmur lést af völdum hjartabilunar í Windsor-kastala þar sem hann er grafinn.

Vilhjálmur 4. Bretakonungur

13. júlí 1818 giftist Vilhjálmur, Adelaide Louise Theresa Caroline Amelia (13. ágúst 17922. desember 1849) sem eftir gifinguna varð Adelaide drottning. Þau eignuðust tvær dætur, Charlottu og Elízabetu sem báðar létust ungar.

Vilhjálmur IV átti í ástarsambandi við írska leikkonu, Dorotheu Bland, sem var betur þekkt undir sviðsnafni sínu, Dora Jordan eða frú Jordan. Vilhjálmur og frú Jordan áttu 10 lausaleikskróa sem allir hlutu ættarnafnið FritzClarence. Ástarsambandið varaði í tuttugu ár.

Eitt af afsprengjum þessa ástarsambands var George FitzClarence, 1 Jarl af Munster. En þó að níu af lausaleikskróum hans lifðu hann sjálfan varð eftirmaður Vilhjálms frænka hans, Viktoría drottning.

Adelaide höfuðborg Suður-Ástralíu er nefnd eftir Adelaide drottningu.


Fyrirrennari:
Georg 4.
Bretakonungur
(1830 – 1837)
Eftirmaður:
Viktoría