Charles Grey, jarl af Grey

Charles Grey, annar jarlinn af Grey (13. mars 1764 – 17. júlí 1845), kallaður Howick vísigreifi frá 1806 til 1807, var forsætisráðherra Bretlands frá nóvember 1830 til júlí ársins 1834.

Jarlinn af Grey
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
22. nóvember 1830 – 9. júlí 1834
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 4.
ForveriHertoginn af Wellington
EftirmaðurVísigreifinn af Melbourne
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. mars 1764
Fallodon, Northumberland, Englandi
Látinn17. júlí 1845 (81 árs) Howick, Northumberland, Englandi
StjórnmálaflokkurViggar
MakiMary Ponsonby (m. 1794)
Börn16, þ. á m. Henry, Charles, Frederick, og Eliza Courtney (óskilgetin)
HáskóliTrinity-háskóli (Cambridge)
Undirskrift

Grey var meðlimur í flokk Vigga og hafði lengi leitt ýmsar umbótahreyfingar, þar á meðal umbótalöggjöf ársins 1832 þar sem kosningakerfi Bretlands var endurskipulagt. Fyrir þessa löggjöf höfðu ýmis þingsæti tilheyrt svokölluðum „rotnum hverfum“ (rotten boroughs), kjördæmum þar sem íbúar voru mjög fáir og unnu flestir fyrir ríka óðalseigendur sem áttu þingsætin því ávallt vís. Umbótalöggjöfin leysti þessi kjördæmi upp og úthlutaði þingsætunum til stórborga sem höfðu sprottið upp í iðnbyltingunni. Þar sem gamla kjördæmakerfið var bresku yfirstéttinni í hag var lávarðadeild breska þingsins mjög treg til að samþykkja umbæturnar en hún lét loks undan þrýstingi almennings eftir því.

Ríkisstjórn Grey batt einnig enda á þrælahald í breska heimsveldinu með löggjöf þar sem ríkisstjórnin keypti þræla af eigendum þeirra árið 1833. Grey hafði verið svarinn andstæðingur stefnumála Williams Pitt yngri á tíunda áratug átjándu aldar. Árið 1807 sagði hann af sér sem utanríkisráðherra Bretlands þegar konungurinn neitaði að gefa kaþólikkum full borgaraleg réttindi. Grey sagði af sér sem forsætisráðherra árið 1834 vegna ágreinings innan ríkisstjórnar hans varðandi Írland og dró sig úr stjórnmálum. Ævisöguritari hans, George Macaulay Trevelyan, segir um Grey:

„Í innanlandssögu okkar er árið 1832 mikilvægasti áfanginn á eftir árinu 1688 ... [Löggjöfin] bjargaði landinu frá byltingu og samfélagsóeirðum og lagði grunninn að framförum Viktoríutímabilsins.“[1]

Earl Grey-te er nefnt eftir honum.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Peter Brett, "Grey, Charles, 2nd Earl Grey" in D. M. Loades, ed. (2003). Reader's guide to British history. bls. 1:586.
  2. Kramer, Ione. All the Tea in China. China Books, 1990. Bls. 180–181.


Fyrirrennari:
Hertoginn af Wellington
Forsætisráðherra Bretlands
(22. nóvember 18309. júlí 1834)
Eftirmaður:
Vísigreifinn af Melbourne