Verkamannaflokkurinn (Bretland)

(Endurbeint frá Verkamannaflokkur Bretlands)

Verkamannaflokkurinn (enska: Labour Party) er breskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1900. Flokkurinn var upphaflega talinn vinstriflokkur, en hefur færst nær miðju síðan á tíunda áratugi síðustu öld.

Verkamannaflokkurinn
Labour Party
Leiðtogi Keir Starmer
Varaleiðtogi Angela Rayner
Aðalritari Jennie Formby
Stofnár 1900; fyrir 124 árum (1900)
Höfuðstöðvar London
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Jafnaðarstefna
Einkennislitur Rauður  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða labour.org.uk

Verkamannaflokkurinn býður sig fram til kosninga í neðri deild breska þingsins, í velska og skoska þingunum og í borgarráðum.

Um tuttugu ár eftir að hann var stofnaður varð flokkurinn (ásamt Íhaldsflokknum) meðal þeirra tveggja flokka sem nutu mests fylgis í kosningum, og hefur frá þeim tíma verið við völd sjö sinnum; í minnihlutastjórn árin 1924 og 1929–1931; í samsteypustjórn ásamt öllum hinum þingflokkum meðan seinni heimstyrjöld stóð yfir; og í meirahlutastjórn árin 1964–1970 og 1974–1979. Flokkurinn var við stjórnvöll frá 1997 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs, hann sigraði síðan í kosningum árin 2001 og 2005. Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra árið 2007 en flokkurinn tapaði kosningunum árið 2010. Ed Miliband var kosinn til leiðtoga flokksins síðar sama ár.

Eftir kosningaósigurinn 2010 lenti Verkamannaflokkurinn aftur í minnihluta í þingkosningum árin 2015, 2017 og 2019.

Árið 2015 var Jeremy Corbyn valinn nýr leiðtogi flokksins. Á formannstíð hans færðist Verkamannaflokkurinn lengra til vinstri og veik að nokkru leyti burt frá arfleifð Blairs, sem hafði gert flokkinn miðjusinnaðari og markaðsvænni á formannstíð sinni. Corbyn lét af embætti eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið 2019 og Sir Keir Starmer var kjörinn til að taka við embætti hans í apríl 2020.[1]

Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningum Bretlands árið 2024 og myndaði því nýja stjórn með Keir Starmer sem forsætisráðherra.[2]

Leiðtogar Verkamannaflokksins

breyta

Leiðtogar Verkamannaflokksins frá árinu 1906 hafa verið:

Tilvísanir

breyta
  1. Ólöf Ragnarsdóttir (4. apríl 2020). „Keir Starmer nýr leiðtogi Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 4. apríl 2020.
  2. Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.