Jeremy Corbyn

Jeremy Bernard Corbyn (f. 26. maí 1949) er leiðtogi Breska verkamannaflokksins. Hann var kosinn árið 2015 með tæp 60% atkvæða.[1] Corbyn lýsir sér sem lýðræðislegum sósíalista.

Pólitískar áherslurBreyta

Corbyn hefur gagnrýnt of félagslegan ójöfnuð, fátækt og skattaundanskot. Hann vill hækka tekjuskatt á þá vellauðugu. Corbyn vill ríkisvæða á nýjan leik lestarkerfi Bretlands.

Corbyn hefur stutt félög eins og: Samstaða með Palestínu (Palestine Solidarity Campaign) , Amnesty International og baráttu gegn kjarnorkuvopnum (Campaign for Nuclear Disarmament). Corbyn var andsnúinn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og Íraksstríðinu.

EinkalífBreyta

Borbyn segist ekki eyða miklum peningi, eigi ekki bíl og noti reiðhjól. Hann er grænmetisæta. Hann styður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Corbyn talar spænsku reiprennandi og á mexíkanska eiginkonu og átti þar áður eiginkonu frá Chile sem hann eignaðist þrjá syni með. [2]

TilvísanirBreyta

  1. Corbyn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins Rúv. Skoðað 25. september, 2016.
  2. The Jeremy Corbyn Story: Profile of Labour leader BBC. Skoðað 25. september, 2016.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.