Þingkosningar í Bretlandi 2024
Þingkosningar fóru fram í Bretlandi 4. júlí 2024. Kosið var um 650 þingsæti í breska þinginu. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Keir Starmer vann mikinn meirihluta þingsæta og batt þannig enda á 14 ára stjórnartíð Íhaldsflokksins.[1] Umbótaflokkurinn kom nýr inn á þing og Frjálslyndir demókratar bættu einnig við sig. Skoski þjóðarflokkurinn tapaði hins vegar flestum þingsæta sinna til Verkamannaflokksins.
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
650 sæti á breska þinginu 326 sæti þarf fyrir meirihluta | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn: 59,9% 7,4% | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing. |
Undangengið kjörtímabil hafði verið afar róstusamt í breskum stjórnmálum þar sem fjórir höfðu gegnt embætti forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Seinastur þeirra var Rishi Sunak sem leiddi flokkinn í kosningunum. Í kjölfar ósigursins baðst hann lausnar frá embætti forsætisráðherra og tilkynnti jafnframt að hann myndi segja af sér formennsku í Íhaldsflokknum.[2] Keir Starmer gerðist því forsætisráðherra þann 5. júlí.
Þrátt fyrir stórsigur sinn í kosningunum jók Verkamannaflokkurinn aðeins lítillega við hlutfallslegt fylgi sitt miðað við kosningarnar 2019, þar sem flokkurinn galt afhroð. Þetta skýrist af kosningakerfi Bretlands, þar sem keppt er í einmenningskjördæmum, og af því hvernig atkvæðin röðuðust niður á kjördæmin.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
- ↑ „Hættir sem formaður Íhaldsflokksins“. mbl.is. 5. júlí 2024. Sótt 5. júlí 2024.
- ↑ Ragnar Jón Hrólfsson (5. júlí 2024). „Unnu stórsigur með nánast jafn mörgum atkvæðum“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.