Upplýsingin

(Endurbeint frá Upplýsingaröldin)

Upplýsingin eða upplýsingaröldin var tímabil mikilla breytinga í Evrópu og Bandaríkjunum í vísindalegum vinnubrögðum og hugsun sem hófst seint á 17. öld í kjölfar vísindabyltingarinnar á síðmiðöldum. Upplýsingin stóð í um eina öld, eða til ársins 1800, en eftir hana tók rómantíkin við. Nafnið vísar til þess að á undan höfðu hinar myrku miðaldir gengið og þær nýju hugmyndir og uppgötvanir sem komu fram á þessu tímabili sviptu hulunni af mörgu því sem áður hafði verið manninum óskiljanlegt. Upplýsingin var því tímabil mikillar þekkingaröflunnar mannsins. Þessi þekking var tilkominn vegna þess að maðurinn notaði í auknum mæli vísindaleg vinnubrögð byggð á skynsemi og raunhyggju frekar en trú á yfirnáttúruleg öfl eða aðrar bábiljur. Hin kristna kirkja varð fyrir aukinni gagnrýni eftir að hin nýju vísindi og vinnubrögð gáfu af sér veraldlega heimssýn.

Fyrsta alfræðiorðabókin varð til fyrir tilstilli Denis Diderot, Jean le Rond d'Alembert o.fl. á tímum Upplýsingarinnar.

Upplýsingin átti helstu upptök sín í Vestur-Evrópu: Frakklandi, Bretlandi, og Þýskalandi og víðar. Hún barst um alla Evrópu og hafði víðtæk áhrif á samfélagið og tækniþróun. Hagfræðingurinn Adam Smith var helsti boðberi Skosku upplýsingarinnar og telst faðir nútíma hagfræði.

Það tímabil sem af mörgum er álitið hafa komið á milli miðalda og Upplýsingarinnar sem nefnt er Endurreisnin má með nokkurri einföldun segja að hafi frekar haft áhrif á menningarlíf, svo sem með því að upphefja á ný svokölluð klassísk verk Forn-Grikkja. Leiðandi einstaklingar þess tímabils voru m.a. Ítalarnir Leonardo Da Vinci og Dante.

Sem bein eða óbein afleiðing þessara hugmyndastefna sem Upplýsingin markaði má nefna sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna árið 1776 og frönsku byltinguna árið 1789.

Helstu boðberar upplýsingarinnar

breyta

Upplýsingin á Íslandi

breyta

Grein: Upplýsingin á Íslandi

Helstu boðberar upplýsingarinnar á Íslandi voru:

Tengill

breyta
  • Upplýsingin, grein í Fréttablaðinu e. Sverri Jakobsson sagnfræðıng
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.