Opna aðalvalmynd

Botnleðja er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð af nokkrum piltum í Hafnarfirði snemma í byrjun 10. áratugsins. Hún er skipuð þeim Heiðari Erni Kristjánssyni sem syngur og spilar á gítar, Ragnari Páli Steinssyni á bassa og Haraldi Frey Gíslasyni á trommum. Hljómsveitin vann músíktilraunir árið 1995. Botnleðja fór í tónleikaferðalag um Bretland og hitaði upp fyrir ensku hljómsveitina Blur árið 1997[1]. Hljómsveitin tók þátt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2003 með lagið Eurovísa og hafnaði þar í öðru sæti, eftir Birgittu Haukdal.

Botnleðja
Óþekkt
Fæðingarnafn Óþekkt
Önnur nöfn Óþekkt
Fædd(ur) Óþekkt
Dáin(n) Óþekkt
Uppruni Hafnarfjörður, Íslandi
Hljóðfæri Óþekkt
Tegund Óþekkt
Raddsvið Óþekkt
Tónlistarstefnur Rokk
Titill Óþekkt
Ár 1994-2005, 2011 – í dag
Útgefandi Rymur, R&R músik, Error músík, Spik
Samvinna Óþekkt
Vefsíða Óþekkt
Meðlimir
Núverandi Hreiðar Örn Kristjánsson
Ragnar Páll Steinsson
Haraldur Freyr Gíslasson
Fyrri Óþekkt
Undirskrift

MeðlimirBreyta

  • Haraldur Freyr Gíslason - trommur
  • Heiðar Örn Kristjánsson - gítar
  • Ragnar Páll Steinsson - bassi

Kristinn Gunnar Blöndal var hljómborðsleikari hljómsveitarinnar á því tímabili sem hún gerði Magnyl. Gítarleikarinn Andri Freyr Viðarsson tók við af Kristni og tók þátt í mörgum hljómleikaferðum hljómsveitarinnar víða um heim og hérlendis. Hann spilaði ekki inn á plötu með Botnleðju. Heiðar og Haraldur eru líka hluti af Hafnarfjarðarmafíuni, Stuðningsveit Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Pollapönk.

Útgefið efniBreyta

BreiðskífurBreyta

SmáskífurBreyta

  • "Panikkast" (2013)

TenglarBreyta