Aðskilnaður ríkis og kirkju

Aðskilnaður ríkis og kirkju lýsir tengslum þjóðríkis við trúfélög. Hugtakið getur átt við sköpun veraldlegs ríkis eða breytt samband ríkis og trúarbragða.

Þó að hugtakið hafi verið tekið upp í nokkrum löndum er gráða aðskilnaðar misjöfn, en hún ræðst af lögum og afstöðu fólksins til hvernig sambandið milli ríkis og kirkju eigi að vera. Til dæmis, í landi þar sem skýr greinarmunur er gerður á ríki og kirkju geti þau samt haft tengsl í „armslengd“, þar sem þau hafa samskipti sem sjálfstæðar stofnanir. Í sumum löndum, til dæmis Frakklandi og Tyrklandi, er gengið enn lengri en þar ríkir lögmálið laïcité. Hins vegar í löndum þar sem samfélagið er veraldlegt, eins og Bretlandi og Danmörku, eru opinber tengsl ríkis við kirkjuna skráð í stjórnarskránni.

Aðskilnaður ríkis og kirkju á sér hliðstæðu við önnur hugtök á borð við veraldarhyggju, aðskilnaðarhyggju og trúfrelsi. Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkið smátt saman tekið við hlutverk kirkjunnar í gegnum aldirnar sem hefur getið af sér veraldlegt samfélag.

Tengt efni breyta

   Þessi trúarbragðagrein sem tengist samfélagi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.