Landsfeður Bandaríkjanna

Með hugtakinu Landsfeður Bandaríkjanna er yfirleitt átt við þá stjórnmálamenn sem tóku þátt í samningu tveggja grundvallarskjala Bandaríkjanna, Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna árið 1776 eða Stjórnarskrár Bandaríkjanna á árunum 1788-89. Í Bandaríkjunum er stundum gerður greinarmunur er stundum gerður á þessum tveimur hópum með því að vísa til þeirra sem sömdu sjálfstæðisyfirlýsinguna sem „the signers“ og þeirra sem sömdu stjórnarskrána sem „the framers“.

Málverk af nokkrum landsfeðrum Bandaríkjanna að undirrita sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1776.

Uppruni hugtaksins

breyta

Fyrstur til að nota hugtakið landsfeður Bandaríkjanna var Warren G. Harding árið 1916. Harding notaði hugtakið nokkrum sinnum á næstu árum, meðal annars í ræðu sem hann flutti er hann sóð embættiseið sem forseti Bandaríkjanna, 1921.

Skilgreining

breyta

Sagnfræðingar notast yfirleitt við mun breiðari skilgreiningu á hugtakinu landsfeður. Í stað þess að vísa einvörðungu til stjórnmálamanna sem sátu á Öðru meginlandsþingi Bandaríkjanna sem samdi og samþykkti sjálfstæðisyfirlýsinguna eða Sambandsþinginu sem samdi og samþykkti Stjórnarskrá Bandaríkjanna, tala sagnfræðingar ekki aðeins um alla þá stjórnmálamenn, lögspekinga og blaðamenn sem tóku þátt í umræðum um þessi skjöl sem landsfeður Bandaríkjanna, heldur líka alla þá sem börðust í bandarísku byltingunni eða tóku með öðrum hætti þátt í því að leggja grunn að sjálfstæði Bandaríkjanna. Að undanförnu hefur hugtakið landsfeður sætt gagnrýni á þeim forsendum að það sé óeðlilega karllægt og geri lítið úr hlut kvenna við stofnun Bandaríkjanna. Í því sambandi hefur verið talað um landsmæður en margir sagnfræðingar og stjórnmálamenn tala nú orðið einfaldlega um stofnendur Bandaríkjanna (e: The Founders).

Sjö mikilvægustu landsfeðurnir, að mati bandaríska sagnfræðingsins Richard B. Morris eru: Benjamin Franklin, George Washington, John Adams, Thomas Jefferson, John Jay, James Madison, og Alexander Hamilton. Meðal annarra þekktra landsfeðra Bandaríkjanna má nefna Samuel Adams, og John Hancock.

Heimildir

breyta
  • Beneke, Chris, „The New, New Political History“, Reviews in American History, 33:3 (September 2005), bls. 314-324.
  • Isenberg, Nancy, „Founding Mothers, Myths, and a Martyr“, Journal of Women's History 19:3, (2007), bls. 185-194.
  • Morris, Richard B. Seven Who Shaped Our Destiny: The Founding Fathers as Revolutionaries, (New York 1973).