Sveitarfélagið Klakksvík

Sveitarfélagið Klakksvík er sveitarfélag í Norðureyjasýslu í Færeyjum. Það nær yfir Svíney, norðurhluta Karlseyjar og megnið af Borðey. Þéttbýliskjarnar eru 6 talsins. Á Borðey er Klakksvík, Árnafjörður og Ánir. Á Karlsey er Miklidalur og Tröllanes. Á Svíney er samnefnt þorp, Svíney. Sveitarfélagið nær að endamörkum Sveitarfélagsins Hvannasunds á Borðey og endamörkum Sveitafélagsins Húsa á Karlsey. Íbúafjöldi sveitarfélagsins er 4.817 (2011).

Sveitarfélagið Klakksvík
Staðsetning sveitarfélagsins
Upplýsingar
Land Danmörk
Sjálfstjórnunarhérað Færeyjar
Sýsla Norðureyjasýsla
Flatarmál
 – Samtals
3. sæti
113 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
2. sæti
4.817 (2011)
42,63/km²
Borgarstjóri Gunvá við Keldu
Stjórnsýsla Klakksvík (11 fulltrúar)
Opinber vefsíða

1850 var Færeyjum skipt í 8 sýslur og Klakksvík var með hinum Norðureyjunum. Við konungskipunina 1873 var megnið af sveitarfélögum Færeyja stofnuð, öll nema Sveitarfélagið Þórshöfn sem hafði verið stofnað árið 1866. 1860 var íbúafjöldinn 200. Íbúafjöldinn tók að aukast og árið 1908 var íbúafjöldinn orðinn 700.

11. júní 2007 var ákveðið að Svíney yrði sameinuðuð sveitafélaginu eftir sveitarfélagskosningarnar. Svíney varð formlega hluti af sveitarfélaginu 1. janúar 2009.

Stjórnmál

breyta

Síðustu kosningar í sveitarfélaginu voru 11. nóvember 2008. Sjálfstjórnarflokkurinn og Fólkaflokkurinn mynduðu merihluta. Gunvá við Keldu úr Fólkaflokknum er borgarstjóri og varaborgarstjóri er Jógvan Skorheim úr Sjálfstjórnarflokknum.

Sveitarfélagið Klakksvík

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
'   Fólkaflokkurinn 1.199 41,4 5
'   Þjóðveldisflokkurinn 561 19,3 3
'   Jafnaðarflokkurinn 513 17,7 2
' Sambandsflokkurinn 324 11,2 1
'   Sjálfstjórnarflokkurinn 295 10,2 1
' Aðrir og utan flokka
Alls 2.892 100 11


Heimildir

breyta