Hliðrænt sjónvarp

Hliðrænt sjónvarp (eða flaumrænt sjónvarp) er sjónvarp sem sent er út með hliðrænu merki. Það getur verið sent með mastri, gervihnetti eða kapli. Í mörgum löndum er búið að leggja hliðrænar sjónvarpsútsendingar af en stafrænar útsendingar hafa verið teknar upp í staðinn. Í sumum löndum, eins og á Íslandi, er stafrænt sjónvarp á Íslandi að skipta yfir í stafrænar útsendingar, en í öðrum löndum eru eingöngu hliðrænt sjónvarp sent út.

Hliðræn prufuútsending með tímakóða

Til eru nokkrir staðlar fyrir kóðun hliðrænna útsendinga:

  • PAL (Phase Alternating Line)
  • NTSC (National Television Standards Committee)
  • SECAM (Séquentiel Couleur avec Mémoire)

Hliðrænt sjónvarp er sent út á annaðhvort VHF-tíðnabili eða UHF-tíðnabili. Innan þessar tíðnabila eru ákveðnar sjónvarpsrásir sem eru mismunandi eftir löndum. Sjónvarps rás stendur saman af tveimur merkjum: upplýsingar um myndina eru sendar með sveifluvíddarmótun, en upplýsingar um hljóðið eru sendar með tíðnimótun á tíðni sem er ekki eins og myndartíðnin. Þegar UHF eða VHF tíðnibilum er úthlutað þarf að velja milli fjölda sjónvarpsrása og gæða þeirra, því það er takmarkað pláss á tíðnibilunum.

Tengt efniBreyta

   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.