Sléttbakur

(Endurbeint frá Sléttbakar)

Sléttbakur (fræðiheiti: Eubalaena glacialis einnig Balaena glacialis), einnig nefndur Íslandssléttbakur og hafurketti, er stór skíðishvalur og er ein af þremur tegundum í ættkvíslinni Eubalaena, en þar af er ein á suðurhveli og tvær á norðurhveliNorður-Atlantshafi og Kyrrahafi). Auk þeirra er einungis norðhvalur í ætt sléttbaka (Balaenidae).

Sléttbakur
Sléttbakskýr með kálf
Sléttbakskýr með kálf
Stærð sléttbaks miðað við meðalmann
Stærð sléttbaks miðað við meðalmann
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hvalir (Cetacea)
Undirættbálkur: Skíðishvalir (Mysticeti)
Ætt: Sléttbakar (Balaenidae)
Ættkvísl: Eubalaena
Tegund:
E. glacialis

(Müller, 1776)
Tvínefni
Eubalaena glacialis
Útbreiðslusvæði sléttbaks (blár litur)
Útbreiðslusvæði sléttbaks (blár litur)

Lýsing

breyta
 
Sléttbakur hefur sérkennilegan kröftugan blástur í allt að 5 metra hæð og greinist í tvennt til hiðanna.
 
Dýrafjörður, Fridtjof Nansen[2]

Sléttbakur er mjög gildvaxinn, ummál getur verið allt að 60% af heildarlengd. Hausinn er mjög stór, um 25-30% af heildarlengd. Kjafturinn er sérkennilegur en svipaður norðhval, munnvikin rísa í stórum boga frá trjónunni yfir neðra kjálkabein og taka síðan krappa beygju niður fyrir augun (augun eru aðeins fyrir neðan miðju á hliðunum). Bægslin eru stór og breið og fremur oddhvöss. Eins og nafnið bendir til hefur tegundin ekkert horn á bakinu. Sporðurinn er mjög breiður, næstum 40% af lengd hvalsins. Sléttbakur er mjög hægsyndur.

Sléttbakurinn er að mestu svartur á lit en hefur stundum óreglulega hvíta bletti á kviðnum. Þar að auki hafa sléttbakar næstum alltaf hvíta eða gulleita hrúðurbletti á yfirborði haussins.

Sléttbakar hafa stærstu eistu í dýraríkinu og vega þau samtals um eða yfir eitt tonn.[3]

Kýrnar eru heldur stærri en tarfarnir, allt að 17 metra á lengd og upp undir 90 tonn á þyngd.

Útbreiðsla og hegðun

breyta

Á öldum áður var útbreiðslusvæði sléttbaks frá Flórída að norðvesturströnd Afríku í suðri og frá Nýfundnalandi, Grænlandi og ÍslandiNorður-Noregi í norðri. Nú er hvalinn aðallega að finna við austurströnd Norður-Ameríku. Að sumarlagi heldur hann sig á norðlægum slóðum við fæðuöflun en að vetrarlagi á suðurhluta útbreiðslusvæðisins til að ala kálfa og makast.

Lítið er vitað um fæðuval sléttbaks en sennilega étur hann nánast eingöngu svifkrabbadýr. Hann veiðir með svo kallaðri sundsíun sem felst i því að synda með opinn kjaft svo að sjórinn rennur stöðugt inn að framan og síast út í gegnum skíðin til hliðanna.

Veiðar og fjöldi

breyta

Á 11. öld hófu Baskar veiðar á sléttbak og var það upphaf atvinnuveiða á hval. Það var aðallega lýsi sem var eftirsótt sem feitmeti og nýtt í smurningu, kerti og sápu. Seinna voru skíðin líka notuð í krínólínur.[4] Eftir því sem hvölum fækkaði í nágrenninu færðu Baskar sig á fjarlægari mið, meðal annars við Ísland á 16. og 17. öld (frá þeim tíma eru til þrjú basknesk-íslensk orðasöfn). Frá 17. og fram á 19. öld bættust Hollendingar, Danir, Frakkar og Bandaríkjamenn í hóp hvalveiðiþjóða. Við lok 19. aldar voru sárafáir sléttbakar eftir.

Stofninn hefur verið alfriðaður frá 1935 en lítil merki eru um að stofninn sé í vexti. Meginhluti stofnsins sem heldur sig við Norður-Ameríku var um 300 til 450 dýr og í austurhluta Atlantshafsins aðeins nokkrir tugir.[5] Árið 2017 fæddust engir kálfar á fengitíðinni og stofninn talin vera aðeins 430 dýr og þar af aðeins um 100 frjóar kýr. Fleiri sléttbakar drápust það ár síðan farið var að fylgjast náið með stofninum á níunda áratug 20. aldar. 80 prósent allra dauðra sléttbaka sem drepist hafa ótímabærum dauða undanfarin ár er vegna þess að þeir hafa flækst í fiski- og veiðarfæralínum.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. Reilly, S.B., Bannister, J.L. og fl., 2008
  2. Laist W.D.. 2017. North Atlantic Right Whales: From Hunted Leviathan to Conservation Icon. JHU Press. Retrieved on October 08, 2017
  3. Omura o.fl. (1969).
  4. Trausti Einarsson (1987).
  5. Kraus o.fl. (2001).
  6. „Engir sléttbakskálfar í ár“. ruv.is. Sótt 27. febrúar 2018.

Heimildir

breyta
  • Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
  • Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn 19.2.2008. http://visindavefur.is/?id=7077. (Skoðað 13.4.2009).
  • Kraus, S.D., P.K. Hamilton, R.D. Kenney, A. Knowton, C.K. Slay, Reproductive parameters of the North Atlantic right whale, Journal of Cetacean Research and Management, Special Issue 2 (2001): 231-236.
  • Omura, H.S. Oshumi, T. Nemoto, K. Nasu og T. Kasuya, Black right whales in the North Pacific. Scientific Reports of the Whales Research Institute 21 (1969): 1-78.
  • Páll Hersteinson (ritsj.), Íslensk spendýr (Vaka-Helgafell 2005).
  • Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World (New York: A.A. Knopf, 2002).
  • Reilly, S.B., J.L. Bannister, P.B. Best, M. Brown, R.L. Brownell Jr., D.S. Butterworth, P.J. Clapham, J. Cooke, G.P. Donovan, J. Urbán og A.N. Zerbini, „Eubalaena glacialis“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Forlagið, 1997).
  • Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).
  • Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Sagnfræðirannsóknir, Studia Historica 8. bindi (ritstjóri Bergsteinn Jónsson) (Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1987).

Tenglar

breyta