Víðir (ættkvísl)

(Endurbeint frá Salix)

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðisætt. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á Norðurhveli.

Víðir
Silkivíðir (Salix alba )
Silkivíðir (Salix alba )
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperma)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Rosidae
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættflokkur: Saliceae
Ættkvísl: Salix
L.
Tegundir

Um 400 tegundir

Reklar á víði, s.s. karlkyns æxlunarfæri með frjókornum.

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi.

Allar víðitegundir eru sérbýlistré, það þýðir að einstaklingarnir eru einkynja og koma annað hvort með karlkyns eða kvenkyns blóm. Blómin eru í reklum sem springa út á vorin, nokkru fyrir laufgun. Frjóvgun á sér fyrst og fremst stað með býflugum og humlum sem sækja í blómin. Karlreklarnir detta af strax eftir blómgun en kvenreklar þroskast áfram og mynda fræ. [1]

Víðir á Íslandi

breyta

Innlendar tegundir eru gulvíðir, loðvíðir, grasvíðir og fjallavíðir. Innfluttar víðitegundir sem notaðar hafa verið helst eru selja, alaskavíðir og viðja. Víðir er notaður í skjólbelti á Íslandi.

Valdar tegundir

breyta

Víðiættkvíslin samanstendur af um 400 tegundum[2] af lauffellandi runnum og trjám:

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hin víðfeðma víðiættkvísl Bændablaðið. Skoðað 16. apríl, 2016.
  2. Mabberley, D.J. 1997. The Plant Book, Cambridge University Press #2: Cambridge.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 617. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 22. desember 2016 – gegnum Korea Forest Service.