Gulvíðir
Gulvíðir (fræðiheiti: Salix phylicifolia) er sumargrænn runni af víðisætt. Vaxtalag hans er breytilegt, allt frá skriðulum runna upp í einstofna tré, en oftast er hann uppréttur margstofna runni. Gulvíðir er vind og saltþolinn og þolir blautan jarðveg.
Gulvíðir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lauf á Gulvíði.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Salix phylicifolia L. |
Gulvíðir á Íslandi
breytaGulvíðir vex um allt land upp að 550-600 m hæð. Oftast verður hann ekki hærri en 2 metrar en getur orðið allt að 8 metra hár. Hann er stærstur innlendra víðitegunda. Ýmis kvæmi og blendingar eru til af gulvíði eins og brekkuvíðir og strandavíðir.[1]
Samlífi
breytaVitað er að gulvíðir vex í samlífi við fjölda sveppategunda. Að minnsta kosti 29 tegundir smásveppa hafa verið skráðar sem samlífistegundir við gulvíði á Íslandi. Þessar tegundir eru víðiryðsveppur (Melampsora epitea) sem myndar ryðgró og þelgró á gulvíði, Acremonium berkeleyanum, Aposphaeria pulviscula, Asteroma capreae, Asteroma salicis, Capnodium salicinum, Cryptodiaporthe salicella, Cytospora salicis, Diatrype bullata, Diplodina microsperma, Godronia fuliginosa, Hymenoscyphus caudatus, Linospora capreae, Linospora caudata, Lophodermium versicolor, Myxosporium salicinum, Nectria coryli, Neotapesia saliceti, Pezicula ocellata, Phomopsis salicina, Pleuroceras bottnicum, Rhytisma salicinum, Strickeria kochii en fræðiheiti þess svepps gæti verið vafa orpið, Venturia chlorospora, Taeniolella stilbospora, Topospora proboscidea, Trichoderma polysporum, Troposporella fumosa og Tympanis saligna.[2]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Víðitegundir Geymt 12 september 2015 í Wayback Machine Skoðað 25. nóvember 2015.
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X