Klettafjöll
Klettafjöllin eru um 4800 km langur fjallgarður. Þau liggja frá Bresku Kólumbíu í Kanada í norðri til Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í suðri. Hæsti tindur þeirra er Mount Elbert í Colorado sem nær 4401 m.h.y.s. Hæsti tindur Kanadaklettafjalla er Mount Robson í Bresku Kólumbíu, 3954 m.
Gróður
breytaMeðal barrtrjáa sem þar vaxa eru hvítgreni, blágreni, broddgreni, fjallaþinur, degli, fjallaþöll og stafafura. Lauftré eru m.a. balsamösp, nöturösp, elri og víðitegundir.
Dýralíf
breytaAllmörg spendýr lifa í eða við fjöllin: Grábirnir, svartbirnir, úlfar, múrmeldýr, íkornar, múshéra, stórhyrninga, klettafjallageitur, elgir og hjartardýr. Af fuglum má nefna skallaerni, rjúpur, himbrima, marga spörfugla og endur.
Þjóðgarðar
breytaKanadamegin eru m.a. þjóðgarðarnir Jasper, Banff, Yoho-þjóðgarðurinn, Waterton Lakes-þjóðgarðurinn og Kootenay-þjóðgarðurinn. Í Bandaríkjunum eru m.a. Yellowstone, Rocky Mountain National Park, Glacier National Park og Grand Teton-þjóðgarðurinn. Þar er takmörkuð bygging mannvirkja.