Himbrimi (fræðiheiti: Gavia immer) er að mestu staðfugl á íslandi. Nafnið brúsi er notað um himbrima í Þingeyjarsýslu.[1] Sumarstofnstærð er um 300 pör en vetrarstofnstærð milli 100 til 1000 fuglar. Himbrimi er Norður-Amerískur vatnafugl og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem hann verpir að staðaldri. Hann verpir við hálendisvötn á Íslandi. Hann gerir sér hreiður í laut fremst á vatnsbakka og eggin eru yfirleitt eitt til tvö. Lifir á fiski. Hann er á válista því stofninn telur færri en 1000 fugla

Himbrimi
Fullorðinn fugl í hreiðurbúningi
Fullorðinn fugl í hreiðurbúningi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Brúsar (Gaviiformes)
Ætt: Brúsaætt (Gaviidae)
Ættkvísl: Brúsaættkvísl (Gavia)
Tegund:
G. immer

Tvínefni
Gavia immer
(Brunnich, 1764)
Samheiti

Gavia imber

Gavia immer
Gavia immer

Hann gefur frá sér langdregið væl, tryllingslegan hlátur og skemmtilegt jóðl sem hefur unnið honum sess í íslenskum þjóðsögum.

Danska líffræðingnum Morten Thrane Brünnich er eignað að hafa fyrst lýst fuglinum 1764 og valdi honum nafnið colymbus immer í riti sínu Ornithologia Borealis. Colymbus-flokkunin hefur verið lögð til hliðar en immer er norska fyrir himbrima og sama orðið orðsifjafræðilega séð.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. Arnþór Garðarsson (ritstjóri). (1982). Rit landverndar 8. Fuglar. Landvernd.
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.