Nöturösp
Nöturösp (populus tremuloides) er aspartegund sem útbreidd er um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó og er þar með útbreiddasta tré álfunnar. Hún er á margan hátt lík blæösp og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðir saman með góðum árangri. Nöturösp getur verið allt að 25 metra há og getur fjölgað sér með rótarskotum.
Nöturösp | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Nöturaspir í Nevada.
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Populus tremuloides Michx. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla
|
Vapítihjörtur er meðal dýra sem naga börk trésins. Tréð er fylkistré Utah en þar er stærsta klónasamfélag nöturaspar sem fundist hefur (Pando).
Á Íslandi
breytaJón Rögnvaldsson flutti fyrst inn nöturösp frá Kanada á millistríðsárunum. Nöturöspin gerir kröfur um stöðugt loftslag að vetrarlagi og virðist illa þola umhleypingarnar sem eru hér á landi á veturna. [1] Blæasparbróðir (Populus tremula x tremuloides), blendingur blæaspar og nöturaspar hefur verið notaður á Íslandi. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir? Vísindavefur, skoðað 21. nóv. 2016.
- ↑ Aspartegundir Geymt 2 júlí 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 21. nóv. 2016.