Kootenay-þjóðgarðurinn

Kootenay-þjóðgarðurinn (enska: Kootenay National Park) er þjóðgarður í Klettafjöllum suðaustur-Bresku Kólumbíu Hann var stofnaður árið 1920 með samningi Bresku Kólumbíu og kanadískra stjórnvalda um lagningu þjóðvegar um svæðið en vernda það 5 mílur beggja vegna vegarins. Þjóðgarðurinn er því mjór en er 1406 ferkílómetrar að stærð. Deltaform Mountain er hæsti punkturinn eða 3424 metrar.

Staðsetning miðað við nálæga þjóðgarða.
Útsýni frá Sinclair Pass.
Floe Lake.
Stórhyrningur í Kootenay.

Háhitasvæði finnast í þjóðgarðinum og steingervingar frá kambríumtímabilinu. Náttúra og dýralíf eru áþekk nærliggjandi þjóðgörðum: Hjartardýr, elgir, birnir og úlfar eru meðal spendýra. Árin 2003-2004 urðu miklir skógareldar í þjóðgarðinum sökum eldinga og alls brunnu 17.000 hektarar af skóglendi. Vísindamenn hafa bent á að skógareldar eru náttúrulegir og eru hagstæðir vistkerfinu til lengri tíma.

Nafn þjóðgarðsins kemur frá Kootenayfljóti sem er eitt aðalfljót svæðisins en það rennur í Columbia-fljót.

Tengill

breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Kootenay National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. des. 2016 2016.