Deildartunguhver

hver á Vesturlandi

Deildartunguhver er norðan Reykjadalsár, í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu (og þ.a.l. Íslands líka), en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness, þar sem það er notað til upphitunar húsa; og í Borgarnesi er vatninu veitt í eimbað Sundlaugarinnar í Borgarnesi úr Deildartunguhver.[1] Þá er hann einnig notaður til að hita upp gróðurhús til ylræktar í landi Deildartungu.

Deildartunguhver

Gróðurfar

breyta

Sjaldgæf tegund skollakambs vex nálægt hvernum. Er hún af sumum náttúrufræðingum jafnvel talin vera skyld burkna og hafi orðið til sem stakt afbrigði fyrir sakir sérstakra aðstæðna og vaxtarskilyrða við hverinn og er jurtin friðuð.

Nálægir staðir

breyta

Heimildir

breyta
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  1. Borgarbyggð Geymt 20 júlí 2009 í Wayback Machine Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Tenglar

breyta
   Þessi jarðfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.