Guðjón Samúelsson

Íslenskur arkitekt (1887-1950)

Guðjón Samúelsson (16. apríl 188725. apríl 1950) var íslenskur arkitekt og húsameistari ríkisins frá 1920 til dauðadags. Hann teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins. Hann var mikill áhugamaður um skipulagsmál og sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921 og var höfundur Aðalskipulags Ísafjarðar, fyrsta aðalskipulags sem samþykkt var á Íslandi 1927, og einn af aðalhöfundum fyrsta Aðalskipulags Akureyrarkaupstaðar. Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja gerðu ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða sem þá var nýmæli.

Fyrsta stórhýsið sem Guðjón teiknaði var Reykjavíkurapótek við Bankastræti og Pósthússtræti. Þetta var líka fyrsta stórhýsi á Íslandi.

Helstu byggingar

breyta


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.