Róbert R. Spanó

Róbert Ragnar Spanó (f. 27. ágúst 1972) er íslensk-ítalskur lögfræðingur og dómari. Hann er núverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.[1] Áður en hann hóf störf við Mannréttindadómstólinn þann 1. nóvember 2013 gegndi hann stöðu umboðsmanns Alþingis til bráðabirgða[2] og var forseti lagadeildar Háskóla Íslands.[3]

Róbert R. Spanó
Róbert R. Spanó
Róbert Spanó árið 2013.
Fæddur 27. ágúst 1972 (1972-08-27) (47 ára)
Reykjavík, Íslandi
Þjóðerni Íslenskur og ítalskur
Starf/staða Dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Háskóli Háskóli Íslands
Oxford-háskóli

ÆviágripBreyta

Róbert fæddist í Reykjavík þann 27. ágúst árið 1972.[4] Hann útskrifaðist með gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og með mastersgráðu með áherslu á Evrópurétt og samanburðarlögfræði frá Oxford-háskóla árið 2000.

Róbert vann sem varadómari í héraðsdómi árin 1997-1998 og var lögfræðiráðgjafi og síðan aðstoðarmaður Umboðsmanns Alþingis frá 1998 til 2004. Hann var útnefndur Umboðsmaður Alþingis til bráðabirgða árið 2009 á meðan Tryggvi Gunnarsson starfaði í rannsóknarnefnd um bankahrunið. Róbert gegndi stöðu umboðsmanns til ársins 2013.

Árið 2009 var Róbert formaður nefndar sem falið var að taka íslensk umferðarlög til heildarendurskoðunar og semja frumvarp til nýrra umferðarlaga.[5]

Róbert var skipaður lagaprófessor við Háskóla Íslands í nóvember árið 2006. Í september 2007 var hann kjörinn varaforseti lagadeildar skólands og var síðar forseti deildarinnar frá 2010 til 2013.[4]

Róbert hóf níu ára tímabil sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu þann 1. nóvember árið 2013.[6] Þann 20. apríl árið 2020 var tilkynnt að Róbert hefði verið kjörinn forseti Mannréttindadómstólsins. Hann tók við því embætti þann 18. maí.[7]

Róbert hefur mikið skrifað um mannréttindalög, stjórnlög, lagatúlkun og meðferð sakamála.[8]

EinkahagirBreyta

Róbert er kvæntur og á fjögur börn.[4][9] Auk íslensku talar hann ensku, frönsku, ítölsku og dönsku. Róbert þótti efnilegur keilukappi áður en hann varð lögfræðingur. Hann vann fjölmargar keppnir bæði heima og á alþjóðavettvangi.[10] Róbert er einnig reyndur söngvari og hefur unnið verðlaun fyrir söng sinn á sviði.[11] Hann er nú í níu ára hléi frá kórstörfum með karlakórnum Fóstbræðrum.[12]

TilvísanirBreyta

 1. „Róbert Spanó kjörinn varaforseti Mannréttindadómstólsins“. Kjarninn. 1. apríl 2018. Sótt 20. nóvember 2019.
 2. „Róbert Spanó verður umboðsmaður Alþingis“. Vísir. 17. september 2008. Sótt 20. nóvember 2018.
 3. „Róbert Spanó verður umboðsmaður“. RÚV. 1. mars 2013. Sótt 20. nóvember 2019.
 4. 4,0 4,1 4,2 „PACE - Doc. 13212 (2013) - Election of judges to the European Court of Human Rights-List and curricula vitae of candidates submitted by the Government of Iceland“. Parliamentary Assembly-Council of Europe (enska). 22. maí 2013. Sótt 20. nóvember 2019.
 5. „Ýmsar breytingar í frumvarpsdrögum til nýrra umferðarlaga“. Stjórnarráðið. 20. júlí 2009. Sótt 20. nóvember 2019.
 6. „PACE: News“. Parliamentary Assembly, Council of Europe. 23. júní 2013. Sótt 20. nóvember 2019.
 7. Jón Hákon Halldórsson (20. apríl 2020). „Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstólsins“. RÚV. Sótt 20. apríl 2020.
 8. „Primo by Ex Libris - Róbert Ragnar Spanó“. leitir . Sótt 20. nóvember 2019.
 9. „Þú getur ekki verið ósammála ein hverju nema þú skiljir það fyrst!“. mbl.is. 4. júlí 2010. Sótt 20. nóvember 2019.
 10. „Hörkukeppni í öllum flokkum“. Dagblaðið Vísir. 1. nóvember 1988. Sótt 20. nóvember 2019.
 11. Gísli Marteinn Baldursson. „Þar sem hlutirnir gerast“. Vikan. Sótt 20. nóvember 2019.
 12. „Þriggja landa söngferð Fóstbræðra | KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR“. fostbraedur.is. Sótt 3. júlí 2019.