Háskóli

Fræðastofnun til framhaldsmenntunar
(Endurbeint frá Ríkisháskóli)

Háskóli er menntastofnun þar sem fer fram æðri menntun og vísindalegar rannsóknir. Námsgráður sem veittar eru í háskólum eru í grófum dráttum á þremur stigum: bakkalárstigi (til dæmis B.A. – og B.S.-gráður eða sambærilegar gráður sem eru gráður veittar að loknu grunnnámi); kandídatsstigi (magister gráður sem eru veittar að loknu eins eða tveggja ára framhaldsnámi); og að lokum doktorsstigi (doktorsgráður sem veittar eru að loknu umfangsmiklu rannsóknatengdu framhaldsnámi en doktorsgráða er æðsta námsgráða sem veitt er á Íslandi).

Low-bókasafnið í Columbia-háskóla í New York-borg.

Íslensk og erlend hugtakanotkun

breyta

Íslenska orðið „háskóli“ er notað jafnt um alla skóla á háskólastigi. Á öðrum tungumálum er oft gerður greinarmunur annars vegar á þeim skólum á háskólastigi þar sem einungis eða að langmestu leyti fer fram kennsla á grunnstigi eða á afar takmörkuðu sviði (svo sem tæknivísindum eða viðskiptum) og hins vegar á skólum þar sem kennsla fer fram í flestum greinum vísinda, bæði á grunn- og framhaldsstigi og rannsóknarstarfsemi er öllu umfangsmeiri.

Á ensku er til að mynda gerður greinarmunur á „college“ og „university“, þar sem „college“ er skóli á háskólastigi, sem veitir námsgráður einkum á grunnstigi, ef til vill á takmörkuðu sviði (samanber til dæmis viðskiptaháskóla eða „business college“) en orðið „university“ er notað um háskóla þar sem kenndar eru allar helstu greinar vísinda, veittar eru námsgráður á framhaldsstigi og rannsóknarstarfsemi er venjulega töluvert meiri en í þeim skólum sem teljast vera „college“.

Sams konar greinarmunur endurspeglast meðal annars í norsku orðunum „høyskole“ („høgskole“ á nýnorsku) og „universitet“, dönsku orðunum „professionshøjskole“ og „universitet“ og sænsku orðunum „högskola“ og „universitet“.

Af þessum sökum hefur verið lagt til að kalla íslenska háskóla sem samsvara „university“ eða „universitetrannsóknarháskóla en láta öðrum skólum eftir orðið „háskóli“. Háskóli Íslands væri þá dæmi um rannsóknaháskóla en Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst væru venjulegir háskólar.

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.