Å (bókstafur)
Å ⓘ er 27 bókstafurinn í finnsku og sænsku stafrófunum og 29 í dönsku og norsku stafrófunum. Fyrir utan að vera notað í þessum norrænum tungumálum er bókstafurinn Å notaður í nokkrum fleiri málum m.a. norðfrísnesku, vallónsku og samískum málum.
Å er ekki notað í finnsku nema í finnlands-sænskum nöfnum og bókstafurinn er nefndur ruotsalainen o (sænskt o).
Framburður
breytaBókstafurinn Å á skandinavískum málum samsvarar næstum framburðinum á bókstafnum O á íslensku. En er í raun tvö hljóð, eitt stutt og annað langt.
- Styttri gerðin er táknuð /ɔ/ í alþjóðlega hljóðstafrófinu.
- Á norsku og sænsku er lengri gerðin táknuð /oː/. Lengri gerðin er táknuð [/ɔː/] á dönsku.
Saga
breytaBókstafurinn Å er upphaflega langt a-hljóð, IPA /aː/, og var skrifað aa á norrænum málum á miðöldum. Þegar á leið miðaldir breytist langa a-hljóðið /aː/ í nútíma å-hljóð [ɔ]. Á sama hátt og æ, ä, ö og ø (sem upphaflega var skrifað sem ae annars vegar og hins vegar sem oe) varð bókstafurinn å til þegar spara átti pláss við skriftir og aa var skrifað með því að setja eitt a ofan á annað. Við útgáfu Nýja testamentisins á sænsku 1526 var a með litlu o fyrir ofan notað í stað aa'.
Aa var notað í norskri stafsetningu í stað å þangað til 1917 og í dönsku þangað til 1948. Í þessum málum er enn algengt að skrifa Aa í stað Å/å í nöfnum t.d. "Braaten", "Aabenraa" og "Aalborg".
Annað
breyta- Tólf staðir í Svíþjóð, fimm staðir í Noregi og einn staður í Danmörku, heita Å.
- Å er skammstöfun á lengdareiningunni ångström (1 · 10-10 m), sem er nefnt eftir sænska eðlisfræðingnum Anders Jonas Ångström
- Á dönsku, norsku og sænsku þýðir Å á, fljót eða vatnsfall.
- Å er kóðað í Unicode sem U+00C5 og å sem U+00E5.