Ivar Aasen
Ivar Aasen (5. ágúst 1813 – 23. september 1896) var norskur málvísindamaður og mállýskufræðingur. Hann bjó til nýnorsku, útgáfu af norsku sem byggði jöfnum höndum á norskum mállýskum og hinu dönskuskotna bókmáli. Nýnorskunni var svo vel tekið að hún var gerð að öðru opinberu tungumáli Noregs ásamt bókmáli.