Nancy Grace Roman (16. maí 1925 – 25. desember 2018) var bandarískur stjörnufræðingur og með fyrstu kvenkyns stjórnendunum hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Roman lék lykilhlutverk í gerð Hubble-geimsjónaukans og er því oft kölluð „móðir Hubble“.

Stjörnufræði
20. og 21. öld
Nafn: Nancy Roman
Fædd: 16. maí 1925
Nashville, Tennessee, Bandaríkjunum
Látin 25. desember 2018 (93 ára)
Germantown, Maryland, Bandaríkjunum
Svið: Stjarnfræði
Helstu
vinnustaðir:
Yerkes-stjörnuskoðunarstöðin, Chicago-háskóli, Geimferðastofnun Bandaríkjanna

Einkalíf

breyta

Nancy G. Roman fæddist í Nashville, Tennessee. Móðir hennar var tónlistarkennarinn Georgia Smith Roman og faðir hennar jarðeðlisfræðingurinn Irwin Roman. Vegna vinnu föður hennar flutti fjölskyldan oft: Fyrst til Oklahoma fljótlega eftir fæðingu Nancy, síðan til Houston, Texas, New Jersey, Michigan og loks til Nevada. Eftir 1955 bjó hún í Washington, DC.[1] Roman sagði að áhugi hennar á vísindum hefði að miklu leyti komið frá foreldrum hennar.[2] Utan vinnu hennar naut Roman þess að fara á fyrirlestra, tónleika og var virk í Samtökum bandarískra háskólakvenna.[1] Hún lést 25. desember 2018 eftir löng veikindi.[3]

Menntun

breyta

Þegar Roman var ellefu ára sýndi hún áhuga á stjörnufræði með því að stofna stjörnufræðiklúbb með bekkjarfélögum sínum í Nevada. Hún og bekkjarfélagarnir hennar hittust einu sinni í viku og lærðu um stjörnumerkin úr bókum. Þrátt fyrir mótlæti frá þeim í kringum sig vissi Roman þegar hún var í menntaskóla að hún vildi fylgja ástríðu sinni og nema stjörnufræði.[4] Hún sótti Vesturháskólann í Baltimore þar sem hún tók hraðbraut og var útskrifuð eftir þrjú ár.[2]

Roman fór í Swarthmore-háskóla árið 1946 þar sem hún hlaut BS-gráðu í stjörnufræði. Á meðan hún lærði þar starfaði hún hjá Sproul-stjörnuathugunarstöðinni. Eftir það náði hún sér í doktorsgráðuna sína í stjörnufræði við háskólann í Chicago árið 1949. Hún hélt áfram að vera í háskólanum í sex ár í vinnu hjá Yerkes-stjörnustöðinni og ferðaðist stundum til McDonald-stjörnustöðvarinnar í Texas til að starfa þar sem rannsóknarfélagi Williams Wilson Morgan.[5] Rannsóknarstaðan var ekki varanleg og því gerðist Roman kennari og síðar aðstoðarprófessor.[2] Roman hætti að lokum störfum hjá háskólanum vegna þess hversu lítið það var um langvarandi rannsóknarstöður fyrir konur á þeim tíma.[4] Roman hélt hins vegar áfram störfum hjá gamla skólanum sínum og starfaði hjá Swarthmore sem stjórnarmaður frá 1980 til 1988.[6]

 
Nancy Roman með fyrirmyndarlíkan af sólarferils athugunarstöð

Á meðan hún starfaði hjá Yerkes-stjörnuathugunarstöðinni við Háskólann í Chicago rannsakaði Roman stjörnuna AG Draconis og komst fyrir tilviljun að því að útgeislunarrof hennar hafði algjörlega breyst frá fyrri athugunum.[7] Hún sagði síðar að þessi uppgötvun hennar, sem gerði hana nafntogaða innan stjörnufræðisamfélagsins, hefði verið fyrir heppni.[8]

 
Nancy Roman, á stjórnborði, 1970

Er hún sótti fyrirlestur Harolds Urey og náði vísindamaðurinn Jack Clark tali af Roman og spurði hana hvort hún þekkti einhvern sem var áhugasamanur um að búa til stjörnufræðiáætlun hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Hún túlkaði það sem boð og sótti sjálf um starfið,[8] og umsóknin hennar var samþykkt.[2] Roman varð höfuðstjarnfræðingur á geimvísindastofu NASA og sat í því embætti við útgefningu á fyrstu sjörnufræðiáætluninni. Hún var fyrsta konan sem gegndi opinberu embætti hjá geimrannsóknarstofnuninni.[9] Hluti af starfi hennar var að ferðast um landið og flytja fyrirlestra á stjörnufræðideildum, þar sem hún ræddi um áætlunina sem var í þróun. Roman reyndi einnig til að komast að því hvað aðrir stjörnufræðingar vildu læra og kynna þeim kosti geimrannsókna.[2][5][8] Hún var forstöðumaður stjörnufræði- og sólareðlisfræði hjá Geimferðastofnuninni frá 1961 til 1963. Hún gegndi ýmsum öðrum störfum í NASA, þar á meðal stöðu höfuðstjarnfræðings og forstöðumanns afstæðis.[6]

Verðlaun og viðurkenningar

breyta
  • Kvennaverðlaun alríkisins (1962)[6]
  • Eitt af 100 mikilvægustu ungmennunum hjá tímaritinu Life (1962)[10]
  • Viðurkenning fyrir opinbera þjónustu, Colorado Women's College (1966)
  • Nítugsafmælisverðlaun Menntunar- og iðnaðarfélags kvenna í Boston (1967)
  • Orða Geimferðastofnunar Bandaríkjanna fyrir framúrskarandi afrek í vísindum (1969)
  • Verðlaun Geimferðastofnunar Bandaríkjanna fyrir framúrskarandi forystu í vísindum (1978)
  • Smástirnið 2516 Roman er nefnt til heiðurs henni.
  • Samfélagið Nancy Grace Roman Technology Fellowship í stjarneðlisfræði hjá er nefnt eftir henni.[9]
  • Árið 2017 gaf Lego út leikfangasettið „Konur hjá NASA“, sem innihélt meðal annars plastfígúrur byggðar á Nancy Roman, Margaret Hamilton, Mae Jemison og Sally Ride.[11]
  • Þáttur 113 af hlaðvarpsþáttaröðinni Hubblecast (Nancy „Roman - Mamma Hubble“) var tileinkaður Nancy Roman. Þættinum fylgir myndbandskynning sem lýsir ferli hennar og framlagi hennar til vísinda.[12]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Nancy Roman“. NASA Science. Sótt 26. febrúar 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 DeVorkin, David (19. ágúst 1980) Viðtal við Nancy G. Roman, Niels Bohr-bókasafn, American Institute of Physics, College Park, MD USA.
  3. „Nancy Grace Roman, involved with Hubble telescope, dies“ (enska). AP News. 27. desember 2018. Sótt 26. febrúar 2019.
  4. 4,0 4,1 Mabel Armstrong (2006). Women Astronomers: Reaching for the Stars. Stone Pine Press.
  5. 5,0 5,1 „Mother of Hubble Always Aimed for Stars“. Voice of America. 14. ágúst 2011. Sótt 26. febrúar 2019.
  6. 6,0 6,1 6,2 "Roman, Nancy Grace." í American Men & Women of Science: A Biographical Directory of Today’s Leaders in Physical, Biological, and Related Sciences. Ed. Andrea Kovacs Henderson. 30. útgáfa. Vol. 6. Detroit: Gale, 2012. 339. Gale Virtual Reference Library.
  7. Roman, Nancy G. (1953). "The Spectrum of BD+67°922". The Astrophysical Journal. 117: 467.
  8. 8,0 8,1 8,2 Roman, Nancy G. (1953). "The Spectrum of BD+67°922". The Astrophysical Journal. 117: 467.
  9. 9,0 9,1 Dwayne Brown (30. ágúst 2011). „NASA Names Astrophysics Fellowship for Iconic Woman Astronomer“. NASA. Sótt 26. febrúar 2019.
  10. Netting, Rut. "Nancy Grace Roman Bio." Geymt 4 apríl 2019 í Wayback Machine NASA vísindi fyrir vísindamenn. National Aeronautics and Space Administration, 29. ágúst 2011. Vefur. 5. nóvember 2013. www.science.nasa.gov.
  11. Science (22. júní 2017). „Women of NASA Lego toy set now on sale for $24.99“. Business Insider. Sótt 26. febrúar 2019.
  12. NASA (8. október 2018). „Nancy Roman – The Mother of Hubble“. NASA. Sótt 26. febrúar 2019.