1556
ár
(Endurbeint frá MDLVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1556 (MDLVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Páll Vigfússon varð lögmaður sunnan og austan.
- Eggert Hannesson varð lögmaður norðan og vestan eftir dauða Odds Gottskálkssonar.
Fædd
Dáin
- 24. júní - Oddur Gottskálksson, lögmaður og fyrsti þýðandi Nýja testamentisins á íslensku, dó eftir að hafa fallið í Laxá í Kjós á leið sinni til Alþingis.
Erlendis
breyta- 16. janúar - Karl 5. keisari sagði af sér embætti. Bróðir hans, Ferdinand, tók við hinu Heilaga rómverska ríki og Filippus sonur hans tók við Spáni.
- 21. mars - Thomas Cranmer, erkibiskup í Kantaraborg, dæmdur til dauða fyrir landráð og trúvillu og brenndur á báli.
- Akbar mikli settist í hásæti Mógúlaríkisins á Indlandi.
- Mannskæðasti jarðskjálfti sem vitað er um varð í Xianxi-héraði (Shanshi,Shen-Shu) í Kína. Talið er að þar hafi farist allt að 900.000 manns.
Fædd
- Anne Hathaway, eiginkona Williams Shakespeare.
Dáin
- 21. mars - Thomas Cranmer, erkibiskup í Kantaraborg.
- Mars/apríl - Tullia d'Aragona, ítalskt skáld, rithöfundur og heimspekingur.
- 31. júlí - Ignatius Loyola, spænskur stofnandi jesúítareglunnar (f. 1491).