1435
ár
(Endurbeint frá MCDXXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1435 (MCDXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 5. janúar - Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup var í Flórens og veitti Eugenius 4. páfi honum lausn frá biskupsstörfum á Hólum og lét hann fá Skálholt í staðinn, þar sem hafði verið biskupslaust. Þó bentir allt til þess að Gozewijn Comhaer hafi verið vígður Skálholtsbiskup sama ár. Hann fór til Íslands 1437.
- Jón Bloxwich varð biskup á Hólum. Hann kom aldrei til Íslands.
- Einar Ísleifsson var vígður ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- Þorsteinn Ólafsson, lögmaður norðan og vestan.
Erlendis
breyta- 8. júní - Dómkirkjan í Uppsölum var vígð.
- 15. og 17. júlí - Samið var um frið milli Danakonungs og greifanna í Holsetalandi og Hansakaupmanna í Vordingborg.
- 21. september - Arras-sáttmálinn á milli Karls 7. Frakkakonungs og Filippusar góða Búrgundarhertoga undirritaður. Þar með lauk bandalagi Búrgundarmanna og Englendinga gegn Frakkakonungi.
- 14. október - Eiríkur af Pommern aftur tekinn til konungs í Svíþjóð en hann hafði verið settur af ári áður.
Fædd
- 28. október - Andrea Della Robbia, ítalskur myndhöggvari (d. 1525).
Dáin
- 24. september - Ísabella af Bæjaralandi, Frakklandsdrottning, kona Karls 6. (f. um 1370).
- Tsjeng He, kínverskur landkönnuður (f. 1371).