Jón Bloxwich var biskup á Hólum 14351440, eða í 5 ár.

Jón Bloxwich var enskur munkur af reglu Karmelíta og baccalaureus í guðfræði. Hann fékk árið 1435 páfaveitingu fyrir biskupsembætti á Hólum. Sjá páfabiskupar. Hann kom til Englands vorið 1436 og fór á fund konungsins, Hinriks VI. Hann fékk leyfi til að senda ensku Íslandskaupmennina til þess að rannsaka biskupsdæmið og gefa skýrslu um ástand þess árin 1436–1439. Jón Bloxwich kom aldrei hingað til lands og mun hafa misst biskupsdæmið af því að hann gat ekki greitt embættisgjöld sín í féhirslu páfa. Hann lét af embætti 1440 eða 1441.

Lítið annað er vitað um uppruna Jóns Bloxwich, ekki heldur hvað um hann varð, eða hvenær hann dó.

Heimildir breyta

  • Björn Þorsteinsson: Enska öldin í sögu Íslendinga, 144–147.
  • Jón Helgason biskup: Kristnisaga Íslands I, 226.
  • Sigurður Líndal (ritstj.): Saga Íslands V, 61.



Fyrirrennari:
Jón Vilhjálmsson Craxton
Hólabiskup
(14351440)
Eftirmaður:
Robert Wodborn