1482
ár
(Endurbeint frá MCDLXXXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1482 (MCDLXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Þorleifur Björnsson kom heim frá Noregi með hirðstjóravöld og fyrirskipun frá norska ríkisráðinu um að skipti á eigum Guðmundar ríka Arasonar, sem gerð höfðu verið á Alþingi 1480, skyldu ógild.
- Þorleifur Björnsson lét reisa virki á Reykhólum.
- Andrés Guðmundsson kom að Reykhólum þegar Þorleifur var ekki heima og náði virkinu á sitt vald. Hann settist þar að með flokk manna, þar á meðal nokkrar erlendar skyttur, og er þar fyrst getið um byssur á Íslandi.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Portúgalar reistu Elmina-kastala á Gullströndinni til að hafa stjórn á gullversluninni.
- Portúgalskir sæfarar fundu mynni Kongófljóts.
- Tatarar frá Krímskaga réðust á Kiev.
- Leonardo da Vinci setti fram hugmynd að brynvörðu farartæki til að nota á vígvelli, eins konar skriðdreka.
- Fyrsta bók sem prentuð var á Norðurlöndum prentuð í Danmörku.
Fædd
Dáin
- 27. mars - María af Búrgund, kona Maxímilíans 1. keisara (f. 1457).
- 25. ágúst - Margrét af Anjou, Englandsdrottning, kona Hinriks 6. (f. 1429).
- Luca della Robbia, ítalskur myndhöggvari (f. 1400).