1478
ár
(Endurbeint frá MCDLXXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1478 (MCDLXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Diðrik Píning varð hirðstjóri á Íslandi.
- 25. nóvember - Kristján 1. Danakonungur gaf út fyrirmæli til Diðriks Pínings hirðstjóra og Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups um að skipta eignum Guðmundar Arasonar í þrjá hluti, milli konungs sjálfs, erfingja Björns Þorleifssonar og svo Solveigar dóttur Guðmundar og Bjarna manns hennar.
- Brandur Jónsson sagði af sér lögmannsembætti.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 14. janúar - Stórfurstinn Ívan 3. af Moskvu hertók Novogorod.
- 18. febrúar - George hertogi af Clarence, dæmdur sekur um landráð gegn eldri bróður sínum Játvarði 4., og er tekinn af lífi í Lundúnaturni.
- 26. apríl - Flugumenn Pazzi-fjölskyldunnar réðust á Lorenzo de' Medici og drápu bróður hans, Giuliano, í hámessu í dómkirkjunni í Flórens.
- 28. desember - Orustan við Giornico - Svissneskir hermenn unnu sigur á herliði Mílanó-manna.
Fædd
- 7. febrúar - Thomas More, enskur stjórnmálamaður (d. 1541).
- 12. mars - Giuliano di Lorenzo de' Medici, ítalskur aðalsmaður og stjórnandi Flórens (d. 1516).
- 16. mars - Francisco Pizarro, spænskur landvinningamaður (d. 1541).
- 26. maí - Klemens VII, páfi (d. 1534).
- 22. júlí - Filippus 1. Kastilíukonungur (d. 1506).
Dáin
- 18. febrúar - George hertogi af Clarence, tekinn af lífi (f. 1449).