1403
ár
(Endurbeint frá MCDIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1403 (MCDIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Svarti dauði geisaði um allt land.
- Vermundur Örnólfsson var vígður ábóti í Helgafellsklaustri.
- Ásbjörn Vigfússon varð ábóti í Þingeyraklaustri.
- Guðrún Halldórsdóttir var vígð abbadís í Kirkjubæjarklaustri.
Fædd
Dáin
- Jón Guttormsson í Hvammi í Hvamssveit, fyrri maður Vatnsfjarðar-Kristínar.
- Þorsteinn Snorrason, ábóti í Helgafellsklaustri.
- Páll Magnússon kjarni, ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Runólfur Magnússon, ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
- Páll Þorvarðarson, sýslumaður á Eiðum, og Sesselja Þorsteinsdóttir kona hans.
Erlendis
breyta- 7. febrúar - Hinrik 4. Englandskonungur giftist Jóhönnu af Navarra.
- 12. mars - Benedikt XIII mótpáfi flúði frá Avignon til Aragon.
- 21. júlí - Orrustan við Shrewsbury. Hinrik 4. vann sigur á uppreisnarher undir stjórn Henry „Hotspur“ Percy.
- 11. nóvember - Danskur og sænskur floti sigldi til Gotlands til að ná eynni undan Þýsku riddurunum.
- Eiríkur af Pommern gerði Finnland að konungsléni, nema Viborg sem fékk kaupstaðarréttindi.
Fædd
- 22. febrúar - Karl 7. Frakkakonungur (d. 1461).
- Skanderbeg, þjóðhetja Albana (d. 1468).
Dáin
- 21. júlí - Sir Henry „Hotspur“ Percy, enskur uppreisnarforingi (f. 1364/1366).