1275
ár
(Endurbeint frá MCCLXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1275 (MCCLXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Árni Þorláksson Skálholtsbiskup setti nýjan kristnirétt sem var samþykktur á Alþingi en gilti eingöngu fyrir Skálholtsbiskupsdæmi framan af. Árni krafðist einnig yfirráða kirkjunnar yfir kirkjustöðum (staðamálin síðari).
- Íslenskum prestum var bannað að kvænast og þeir sem voru þegar giftir urðu að skilja við konur sínar.
- Rómarskattur (Péturspeningur) var tekinn í lög.
- Hafís lá næstum umhverfis landið. Sagt er að 22 hvítabirnir hafi verið felldir á Íslandi þetta ár (sumar heimildir segja þó 1274).
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 24. júní - Filippus 3. Frakkakonungur giftist Maríu af Brabant.
- 14. júní - Valdimar Birgisson var settur af sem konungur Svíþjóðar og flúði til Noregs.
- 22. júlí - Magnús hlöðulás, bróðir Valdimars, kjörinn konungur Svíþjóðar.
- 8. október - Skotar lögðu Mön undir sig.
- Marco Polo heimsótti sumarhöll Kúblaí Kan í Xanadu.
Fædd
- Hinrik 7., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1313).
Dáin
- 13. apríl - Elinóra af Englandi, dóttir Jóhanns landlausa og kona Simon de Montfort (f. 1215).