Staðamál síðari

(Endurbeint frá Staðamálin síðari)

Staðamál síðari kallast deilur sem kirkjuvaldið undir forystu Árna Þorlákssonar biskups í Skálholti átti við leikmenn um forræði kirkjustaða í Skálholtsbiskupsdæmi 1269 til 1297.

Í staðamálum fyrri hafði Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup reynt að ná stöðum, þ.e. kirkjujörðum sem höfðingjar bjuggu á og höfðu umráð yfir, undir vald kirkjunnar en lítið orðið ágengt, einkum vegna andstöðu Jóns Loftssonar. Nærri hundrað árum síðar tók Árni biskup, sem auknefndur var Staða-Árni, staðamál upp að nýju og átti í hörðum deilum við höfðingja árum saman. Helsti andstæðingur biskups framan af var Hrafn Oddsson hirðstjóri, sem var þrautreyndur úr átökum Sturlungaaldar og vel að sér í lögum og hafði í fullu tré við Árna. Eftir lát Hrafns var Þorvarður Þórarinsson helst fyrir höfðingjum og gekk honum ekki jafnvel að standa gegn biskupi.

Málunum lauk loks með sættagerð á Ögvaldsnesi í Noregi 1297 og var þar kveðið upp úr um að bændur skyldu ráða þeim stöðum sem þeir áttu helming í eða meira en kirkjan stöðum sem hún átti meira en helming í. Þetta mátti í raun heita nær fullur sigur fyrir kirkjuna og stuðlaði ásamt öðru að því að gömlu höfðingjaættirnar misstu völd og hurfu á 14. öld en aðrar komu í staðinn, sem byggðu auð sinn og veldi fremur á útgerð og fiskútflutningi en umráðum yfir stórjörðum.

Tengt efni

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.