Mótmælendahópurinn Jæja

Jæja-hópurinn var stofnaður í október 2014 en fyrstu mótmæli voru 3.nóvember sama ár. Þar var orðið Jæja fyrst og átti eftir að verða hærra með hverju skipti. Jæja þýðir: "Jæja, er þetta ekki komið gott?" Hópurinn hefur staðið fyrir tugum viðburða en segjast aðeins skipuleggjendur en fólkið sem mætir á viðburðina halda starfinu uppi. Jæja-hópurinn trúir að ef allir standa saman verði samfélagið okkar land lýðræðis, velferðar og jafnaðar.

Orðið "Jæja" breyta

Sagan Heimsljós eftir Halldór Laxness var orðið Jæja besta vörn Ólafs Ljósvíkings gegn yfirlæti og hroka valdhafanna, en þó með sem hógværasta hætti. Svo þetta nafn þótti vel við hæfi í þessari risu gegn ríkisstjórninni.

Mótmælin breyta

Mótmælin voru að ýmsum toga en snerust þó öll um eitt, að ríkisstjórnin væri ekki að gera nóg fyrir landið. Met þáttaka átti sér stað þann 4.apríl 2016, talið er að um 22.000 manns hafi mætt á Austurvöll. Þar var krafist afsagnar forsætisráðherra Íslands Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er dagurinn eftir hinn víðsfræga Kastljós þátt sem sýndur var á Rúv.

Þöggun breyta

Almannatengslafyrirtækið Kom lét fjarlægja mynband sem gefið var út á vegum Jæja-hópsins. Í mmyndbandinu var farið yfir tengsl GAMMA og Sjálfstæðisflokksins um stórtæk uppkaup fyrirtækisins á fasteignum.[1]

Forsætisráðherra leynir upplýsingum breyta

Stærsti gagnaleki til þessa, Panamaskjölin sem upplýsti um harðlæstar hirslur um skattaskjól um allan heim. Þar kom fram tengsl á milli íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum og lögfræðistofuna Mossack Fonsecka sem er staðsett í Panama. Það sem stóð hæst upp úr var aflandsfélagið Wintris sem skráð var á forsætisráðherra Íslands Sigmund Davíð Gunnlaugsson og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Einnig kom umfjöllun um Bjarna Benedikstson fjármálaráðherra um aflandsfélagið Falson og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra sem skráð var fyrir skúffufyrirtækinu Tortóla.

Ný Ríkisstjórn breyta

Ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar, formann Sjálfstæðisflokksins tók við völdum þrátt fyrir að hafa verið í Panamaskjölunum. Um hann stóð að hann hafi haldið skýrslu leyndri um eignir Íslendinga í aflandsfélögum sem leggja hafði átt tilbúna fram fyrir kosningar vegna þess að innihald hennar hafði með hagsmuni almennings að gera. Í stað þess að leggja hana heiðarlega fram um leið og skýrslan var til, hélt Bjarni Benediktsson skýrslunni leyndri í nafni sinna eiginn hagsmuna. Þegar slíkt er gert, að menn í valdastöðu nýti sér leynd um mikilvægt mál er varðar almenning fyrir sína eigin hagsmuni telst það vanhæfni í starfi og spilling.

Fundardagsetningar breyta

Mótmæli á Austurvelli til að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sýna samstöðu með starfsfólki heilbrigðiskerfisins og mótmæla auknum kostnaði fyrir almenning. Kári Örn Hinriksson, krabbameinssjúklingur og Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir flytja ávörp. Almenningur greiðir nú um fimmtung allra heilbrigðisútgjalda úr eigin vasa og sem dæmi þá getur kostnaður krabbameinssjúklinga numið hundruðum þúsunda króna á ári hverju.[2]

Mótmæli á Austurvelli til að krefjast þess að stjórnmálamenn taki ábyrgð og berjist fyrir réttindum allra ekki bara þeirra ríku. Illugi Jökulsson og Bragi Páll Sigurðsson sem er höfundur greinarinnaar Ísland er ónýtt flytja ávörp

Netmótmæli. Fyrstu netmótmælin sem haldin voru til að sýna fram á það hversu óhæf ríkisstjórnin var. Netmótmælin stóðu yfir í 5 daga og voru spjótum þeirra beind ad LÍÚ yfirmönnum ráðherra.Í tölvupóstunum vou kröfur sem Jæja-hópurinn setti fram og einnig voru tölvupóstföng stjórnarmanna LÍÚ birt á facebook síðu hópsinshttps://www.facebook.com/events/870721766301601/

Stjórnarráðið. Þar komu einstaklingar saman í þögn með sogarborða. Verið var að mótmæla stöðu heilbrigðiskerfissins, þ.e fjársvelti því embættis.

Hótel Saga. Hér var fólki boðið að mæta í sparifötunum með potta og pönnur fyrir utan Súlnasalinn í Hótel Sögu því þar voru alþingismenn að fagna. Það sem kveikti á þessum mótmælum var að fyrr í vikunni tóku ráðamenn þá ákvörðun að taka íslendinga úr aðildaaviðræðum við Evrópusambandið án þess að spurja þjóðina.

Austurvöllur. Ríkisstjórnin ætlaði að reyna að samþykkja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga og BHM svo allir komu saman til að sstyðja við réttlátar kröfur launafólks. Hjúkrunarfræðingar mættu til að sýna andlit sín og tala við fólk.

Austurvöllur. Ríkisstjórnin tók verkfallsréttinn af launaafólki í heilbrigðisgeiranum.

Austurvöllur. Hljóð reiðinnar. Fólk hvatt með hluti sem heyrist hátt í til að benda á að það sé ósamið við marga samningsaðila ríkisins í kjaramálum.

Austurvöllur.Kosningar strax! nr1. Jæja-hópurinn og Skiltakarlarnir boða til mótmæla. Ríkisstjórn Íslands er umboðslaus. Þjóðin búin að lýsa því yfir í heilt ár að þessi ríkisstjórn er ekki að fara eftir vilja þjóðarinnar þó halda ráðamenn áfram að ganga á auðlindir, selja eignir bankanna og spillingarmál dúkka upp nær á hverjum degi.Fjölmennustu mótmæli í sögu landsins[3]

Austurvöllur. Kosningar strax! þriðji í mótmælum. Haldið áfram að krefjast kosninga.

Bessastaðir og Austurvöllur. Þriðji og hálfti og svo fjórði í mótmælum. Byrjað var við Bessastaði fyrr um daginn og svo var fært sig á Austurvöll. Þar var sömu kröfu hadið fram, kosningar.

Austurvöllur. Kosningar stax! fimmti í mótmælum. Þingrof ekki siðrof ómaði úr hverjum manni.

Austurvöllur. Kosningar strax! sjötti í mótmælum. Stórmótmæli með yfirskriftinni "Kosningar strax!-Ríkisstjórnina burt". Boðoð var upp á mikla dagskrá, þeir sem komu fram voru: Tiny í Quarshi, Franz og Guðni í Dr. Spock og Kiriyama Family með Rage Against the Machine lög. Ræðumenn: Illugi Jökulsson rithöfundur og Sara Óskarsson einn meðstofnenda Jæja-hópsins. Fundarstjóri var Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Austurvöllur. Mæting til að beita pressu á ríkisstjórnina.

Austurvöllur. Laugardgsmótmæli II. Fram komu KK-band, Mosi Musik.Ræðumenn: Illugi Jökulsson og Kristín Vala Ragnarsdóttir. Túlkur var á staðnum.

Austurvöllur. Tunnumótmæli. Beitt pressu á ríkisstjórnina

Austurvöllur. Laugardagsmótmæli III. Kröfum mótmælanda hefur enn ekki verið mætt. Fram kom AmabaDama. Ræðumenn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Maríanna Vilbergs og Hjördís Heiða. Fundarstjóri Illugi Jökulsson.

Austurvöllur. Tunnumótmæli. Beitt pressu á ríkisstjórnina

Austurvöllur. Laugardagsmótmæli IV. Gangan byrjaði í höfuðstöðvum Íslenskrar Erfðagreiningar þar sem ráðamönnum var afhentur stærsti undirskriftarlisti Ísandssögunnar, 86000 nöfn. Fram komu: Rúnar Þór og Klettarnir, KK og Band. Ræðumenn:Hallgrímur Helgason Rithöfundur, Halldóra K Thoroddsen Rithöfundur og Hákon Helgi Leifsson.

Austurvöllur. Laugardagsmótmæli VI. Fundarstjóri Kristín Vala Ragnarsdóttir. Ræðumenn: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögfræðingur, Maríanna Vilbergs og Hjördís Heiða.


Tilvísanir breyta

https://kjarninn.is/skodun/island-er-onytt/

Heimildir breyta

https://kjarninn.is/skyring/2016-04-14-hvad-liggur-ad-baki-hja-skipuleggjendum-motmaela/ http://www.visir.is/jaeja-hopurinn-fundadi-med-forseta-islands/article/2016160408909 http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/20160404 Geymt 14 júní 2016 í Wayback Machine http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/20160403 Geymt 1 júlí 2016 í Wayback Machine https://is.wikipedia.org/wiki/Sigmundur_Dav%C3%AD%C3%B0_Gunnlaugsson#Fj.C3.B6lskylda_og_einkal.C3.ADf http://kvennabladid.is/2014/11/10/motmaeli-bodud-a-austurvelli-i-dag-klukkan-17-00/ Geymt 28 mars 2015 í Wayback Machine http://kvennabladid.is/2016/10/24/almannatengslafyrirtaeki-i-eigu-sjalfstaedismanna-tradkar-a-tjaningarfrelsi-jaeja-hopsins/ Geymt 24 maí 2017 í Wayback Machine

Tenglar breyta

https://www.facebook.com/jaejajaejajaeja/

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2017. Sótt 23. mars 2017.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2015. Sótt 23. mars 2017.
  3. https://www.facebook.com/events/618057155019341/