Skúffufyrirtæki er fyrirtæki eða annað félagaform sem stofnað er formlega en hefur vanalega enga raunverulega starfsemi. Tilgangur þeirra er gjarnan að fela eignarhald, forðast skattlagningu eða peningaþvætti.

Í víðari skilningi getur hugtakið átt við hvert það félag sem er opinberleg skráð en hefur hætt rekstri af einhverjum ástæðum. Heitið kemur til af því að fyrirtækið er ekki til nema á pappír ofan í skúffu. Skúffufyrirtæki sem stofnuð eru í þeim tilgangi að fela eignarhald eða forðast skattlagningu eru gjarnan búin til af fyrirtækjum sem veita slíka þjónustu og hafa iðulega einstaklinga í vinnu við að sitja í stjórnum slíkra fyrirtækja fyrir hönd raunverulegra eiganda sem þó hafa fullkomna stjórn á fyrirtækinu. Raunverulegur eigandi kemur því hvergi fyrir í ársreikningum eða öðrum opinberum skjölum sem þýðir að raunverulegur eigandi getur falið hluti sinn í öðru fyrirtæki með því að kaupa hlutinn í gegnum skúffufyrirtækið. Þó raunverulegt eignarhald liggi fyrir getur tilgangur þess einfaldlega verið að flytja peninga á milli svæða til þess að notfæra sér hagstæðari skattalöggjöf eins og til dæmis í tvöföldu írsku fyrirkomulagi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.