Illugi Jökulsson
Illugi Jökulsson (fæddur 13. apríl 1960) er íslenskur útvarpsmaður, blaðamaður og rithöfundur. Illugi hefur séð um útvarpsþáttinn Frjálsar hendur á Rás 1 síðan 1986[1].
Ævi og störf
breytaIllugi er sonur Jóhönnu Kristjónsdóttur (1940-2017) og Jökuls Jakobssonar (1933-1978). Elísabet Jökulsdóttir (f.1956) rithöfundur og Hrafn Jökulsson (1965-2022) eru alsystkin hans. Illugi er giftur leikkonunni Guðrúnu Gísladóttur (f. 1954). Saman eiga þau 2 börn ásamt því að Guðrún átti son úr fyrra sambandi[2]. Dóttir þeirra er útvarpskonan Vera Illugadóttir.
Illugi gekk í Menntaskólann í Reykjavík, en hætti skólagöngu sinni 1979, þá í sjötta bekk. Hann hóf störf sem blaðamaður á Vísi í apríl 1979 og starfaði þar til vors 1981[1]. Árið 1986 hóf Illugi umsjón sína á útvarpsþættinum "Frjálsar hendur" á Rás 1 og hefur sinnt því starfi nánast sleitulaust síðan[1]. Illugi stofnaði tímaritið Sagan öll árið 2007 og gegndi þar ritstjórnarstörfum[3]. Einnig stofnaði hann og ritstýrði tímaritinu Skakki turninn, þar sem hann vann með Veru. Þau Vera hafa einnig skrifað tvær bækur saman[4].
Ritverk
breyta- 1983 Draumur okkar beggja
- 1988 Íslenskir nasistar (ásamt Hrafni Jökulssyni)
- 1989 Meistarar skákborðsins. Frásagnir af sex íslenskum stórmeisturum.
- 1993 Barnið mitt barnið
- 1995 Kanínusaga
- 1997 Guðmundur frá Miðdal
- 2013 Háski í hafi. Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar
- 2014 Háski í hafi. Hafís grandar Kong Trygve
- 2015 Háski í hafi. Kafbátur í sjónmáli
- 2015 Stelpurnar okkar
- 2015 15 svakalegir sjóræningjar
- 2016 Háski í hafi. Pourquoi-Pas?
- 2016 Bestu fótboltamenn allra tíma
- 2016 Stjörnurnar á EM 2016
- 2016 Saga Evrópumótsins í fótbolta
- 2017 Til orrustu frá Íslandi
- 2018 Hetjurnar á HM 2018
- 2019 Úr undirdjúpunum til Íslands
- 2020 Liverpool: flottasti klúbbur í heimi
- 2022 Hetjurnar á HM 2022
- 2022 Haaland - sá hættulegi
- 2022 Dýrin - sem eru ægileg en líka hlægileg (ásamt Veru Illugadóttur)
- 2023 Skemmtilegu dýrin - sem eru ægileg en líka hlægileg (ásamt Veru Illugadóttur)
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Illugi Jökulsson – Forlagið bókabúð“. Sótt 18. desember 2023.
- ↑ „Þingfulltrúar - Illugi Jökulsson“. www.stjornlagarad.is. Sótt 18. desember 2023.
- ↑ „Nýtt tímarit um sagnfræði“. www.mbl.is. Sótt 18. desember 2023.
- ↑ „Vera Illugadóttir – Forlagið bókabúð“. Sótt 18. desember 2023.