Listi yfir The Closer (4. þáttaröð)

Fjórða þáttaröðin af The Closer var frumsýnd 14. júlí 2008 og sýndir voru 15 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Controlled Burn James Duff og Mike Berchem Michael M. Robin 14.07.2008 1 - 44
Brenda og deildin rannsaka bruna í Griffith Park. Á meðan er þeim fylgt eftir af fréttaritara LA Times, Ricardo Ramos. Hlutirnir flækjast enn meira þegar lík finnst inni á brunasvæðinu og Ramos flækist í málið. Á sama tíma eru Brenda og Fritz að koma sér fyrir í nýja húsinu en fá óvænta heimsókn frá gesti úr vinnu Brendu, sem er ekki velkominn — en hann tengist núverandi máli hennar.
Speed Bump John Coveny og Hunt Baldwin Arwin Brown 21.07.2008 2 - 45
Þegar morðingi dóttur auðugs framleiðanda finnst látinn verður að rannsaka hvort foreldarnir séu þeir seku en móðirin hafði ítrekað áreitt hann.
Cherry Bomb Michael Alaimo Rick Wallace 28.07.2008 3 - 46
Þegar ung stúlka, sem sakaði son foringja í deild fógetans um kynferðisbrot, finnst hengd í herbergi sínu virðist það vera einfalt sjálfsmorð en Taylor kapteinn óskar eftir hjálp frá Brendu.
Live Wire Steven Kane Elodie Keene 04.08.2008 4 - 47
Maður með hlerunarbúnað innan á sér er skotinn til bana í húsasundi. Brenda kemst svo að því að LA Times-fréttaritarinn Ramos tengist málinu. Vinnulíf og einkalíf Brendu rekast á þegar deildin og alríkislögreglan berjast um yfirráð yfir málinu.
Dial M For Provenza Adam Belanoff Arvin Brown 11.08.2008 5 - 48
Brenda sendir Provenza í dulgervi til þess að ná konu sem er að reyna að drepa eiginmann sinn. En þegar sönnunargögnunum er stolið og eiginmaðurinn er svo drepinn verður málið flóknara fyrir Flynn og Provenza.
Problem Child Duppy Demetrius Scott Ellis 18.08.2008 6 - 49
Eftir að 13 ára vandræðastrákur hverfur verður Brenda að komast að því hvort honum hafi verið rænt eða hann hafi hlaupist á brott. Eftir því sem hún rannsakar málið meira, því grunsamlegra verður barnið og Brenda spyr sjálfa sig hvort strákurinn sé fórnarlamb eða verðandi morðingi.
Sudden Death Hunt Baldwin og John Coveny Kevin Bacon 25.08.2008 7 - 50
Málið verður persónulegt þegar bróðir Sanchez er skotinn. Brenda þarf samtímis að finna skotmanninn og stjórna Sanchez, sem virðist ætla að fara sína eigin leið til þess að finna morðingjann.
Split Ends Ken Martin og Mike Berchem Roxann Dawson 01.09.2008 8 -51
Brenda og liðið verða að rannsaka kvikmyndaver þegar hárgreiðslukona finnst myrt. Svo virðist sem að konan hafi átt ofbeldisfullan eiginmann sem gæti verið morðinginn. Á sama tíma þá verður Brenda að eiga við foreldra sína, sem vilja endilega byrja að skipuleggja brúðkaup hennar.
Tijuana Brass James Duff og Mike Berchem Anthony Hemingway 08.09.2008 9 - 52
Tveir lögreglumenn frá Tijuana finnast látnir í Los Angeles. Brenda og deildin spyrja sig hvort þeir hafi verið drepnir í sjálfsvörn eða hreinlega teknir af lífi. LA Times birtir grein þar sem ráðist er að Forgangs-manndrápsdeildinni vegna þeirra mála sem deildin tekur. Pope tekur af þeim sökum á þeim mikla skaða sem greinin gerði.
Time Bomb Steven Kane Michael M. Robin 15.09.2008 10 - 53
Þegar ungur sprengjumaður er fundinn látinn rannsakar deildin málið og hver áætlunin var fyrir sprengjunni. Pólitískur þrýstingur vill láta loka málinu eftir að skotmark fórnarlambsins er fundið en Brenda finnur síðan nýjar upplýsingar sem setur deildina í hættulegar aðstæður.
Good Faith Adam Belanoff Elodie Keene 26.01.2009 11 - 54
Brenda og liðiðr annsaka hugsanlegt sjálfmorðs manns. Á meðal grunaðra er krabbameinssjúk kærasta hans og prestur hans. Foreldrar Brendu koma í heimsókn þar sem Brenda og Fritz undirbúa brúðkaupið og Brenda verður að standa andspænis tilfinningum sínum þegar heilsu föður hennar er skyndilega ógnað.
Junk in the Trunk Duppy Demetrius og Leo Geter Scott Ellis 02.02.2009 12 - 55
Brenda og liðið rannsaka dauða manns sem finnst látinn í skottinu á bíl sínum. Sú sem er grunuð um verknaðinn er núverandi kærasta hans, sem virðist ekki vera sú sem hún segist vera.
Power of Attorney Michael Alaimo Rick Wallace 09.02.2009 13 - 56
Brenda hittir loksins jafningja sinn í hlutverki ógnvekjandi og stjórnsams lögfræðings þegar skjóstæðingur hans er sakaður um að hafa nauðgað nokkrum konum og drepið eina þeirra.
Fate Line Steven Kane James Duff 16.02.2009 14 - 57
Verðandi mágkona Brendu kemur í heimsókn og virðist hún vera skyggn. Brátt verður hún viðriðin málið þegar Brenda og liðið reyna að koma í veg fyrir morð.
Double Blind Ken Martin og Leo Geter Matthew Penn 23.02.2009 15 - 58
Brenda og Fritz vilja frekar vera í vinnunni en að klára loka undirbúninginn fyrir brúðkaupið. Munu þau ná í tæka tíð fyrir brúðkaupið eða mun vinnan trufla þau enn og aftur?

Heimildir

breyta